Skírnir - 01.01.1966, Side 154
152
Stefán Einarsson
Skírnir
hæf — realistísk — ef hún hefði áhrif á samtíma sinn, af
því að hún væri sprottin úr honum. Á þennan hátt telur
Halldór réttilega, að Islendingasögur séu raunhæfar, af því
að hetjur þeirra urðu fyrirmyndir eigi aðeins ófullkominni
samtíð sinni, heldur og Islendingum ávallt síðan. Fyrir sömu
sakir telur hann og, að sósíalrealismi Rússlands sé líka raun-
hæfur og það eflaust með réttu. En með svo breyttum for-
sendum væri auðvitað ekkert sjálfsagðara en að telja alla
miðalda kirkjulist á Vesturlöndum raunhæfa, píslarvottasögur,
helgramanna sögur, dæmisögur og allegóriskar sögur, allt
svo sem það leggur sig raunhæfar bókmenntir, því hver efast
um, að þetta allt hafi verið sprottið af þörfum tímanna og
því síður um áhrifin á eftirtímana. En í „Minnisgreinum
um fornsögur“ (í Sjálfsögðum hlutum, 1946) lýsir Laxness
mjög vel raunsæi íslendingasagna út frá hinum fornu for-
sendum og verður þá ekki skotaskuld úr því að sýna, hve
ólíkar þær eru allegóriunum, sem hér um bil ávallt eru
hreinar lygisögur, sagðar Guði til dýrðar. En merkastur munur
þessara bókmennta er þó sá, að í allegóríum er hlutur því
aðeins nokkurs verður, að hann tákni eitthvað annað en
sjálfan sig, og er þetta mjög skýrt fram tekið í grein Laxness.
Laxness nefnir hér fyrirmyndar-söguhetjur bæði í Islend-
ingasögum og rússneskum bókmenntum. En ég hygg, að
lengi mætti leita að fyrirmyndarhetjumyndum meðal tizku-
málara, ef þeir tolla í afskræmingartízkunni. Ég á við manna-
myndir, sem aðrir tízkumálarar freistuðust til að líkja eftir,
eins og fornmenntamenn dýrkuðu gríska myndlist og eins
og kristnir menn til skamms tíma sóttust eftir fögrum mynd-
um af Maríu mey. Maríumynd Salvador Dali er af þessu
gamla góða tæi, þótt hún sé gerð eftir súrrealistískri kokkahók.
Ástæðan er einfaldlega sú, að mannsmynd gerð eftir kokka-
bók hinna afskræmandi módernista mundi líta út eins og
hún væri toguð og teygð af þúsund djöflum eða klesst og
kramin hundrað Bríetum og gufupressum vorrar ágætu véla-
aldar. Undir slíkum kringumstæðum var varla von, að menn
freistuðust til að láta málarana „af-kontrafeia“ sig, né heldur
að þessi myndagerð freistaði mjög málaranna sjálfra, nema