Skírnir - 01.01.1966, Page 155
Skírnir
Ónáttúra og afskræming
153
þeir væri að mála krosshanga. En það var önnur myndagerð,
sem freistaði málaranna mjög og sem Picasso og félagar hans
hjálpuðust til að skapa, og þegar hún hljóp alsköpuð úr
höfði þeirra, þá var hún sízt minna eftirsótt meðal málaranna
sjálfra heldur en Madonnurnar frægu. Það má vel vera, að
þessi list hafi brotizt fram úr undirmeðvitund málaranna
eins og Ulysses Joyces, en ef svo hefur verið, þá var hér ekki
að ræða um formlaust eldgos, sem flæddi yfir allt, heldur
samsetningar samanreknari en menn höfðu áður séð dæmi
til í málaralistinni, kúbistísku málverkin.
Um uppruna kúbismans vitna ég aftur til Maurice Grosser,
bls. 129:
„Impressiónistar höfðu ekki sérstakan áhuga á samsetningu
(composition) myndar. En Cézanne þurfti áhrifameiri (more
dramatic) aðferðir með meiri áherzlu á samsetningu myndar.
Hann ýkti reglulega stærð hluta í fjarska, en minnkaði hluti
nær manni, af því að hann vissi, að þeir voru raunverulega
minni. Enn mikilsverðara var það, að hann hætti að nota
fjarvídd (perspective) í myndum sínum; fjarvídd teiknar
allt frá sjónarmiði eins auga.
Þannig má kalla, að Cézanne yrði faðir tízkulistarmanna
(módernista). Ekki síðar en 1909 höfðu Braque og Picasso
farið að rannsaka og færa út reglur Cézannes um fjarvídd
og teikningu. Áhugi þessara manna var allur á stílrannsókn
myndanna, svo sem sjá má af myndum þeirra frá 1906—
1907, en þær myndir líkja eftir einkennum Negraskurðlistar.
En í þessum Afríkumyndum skortir enn mjög á hinn sanna
stíl, heildarsvip og fegurð, sem er einkenni síðari kúbistískra
mynda. Það var Cézanne að þakka eða kenna, að menn fóru
að hafa áhuga á því að leitast við að finna aðferðir í sam-
setningu myndar með því að rýna þær og með abstraktion.
En „samsetning“ eða samanrekning er líklega of einfalt
orð til þess að gefa hugmynd um, hvað vakti fyrir þessum
tnálurum. Svo að nákvæmar sé talað, þá var viðfangsefni
þeirra listin sjálf •— hvernig myndir eru gerðar. Viðfangs-
efni þeirra var að einangra og finna þau einkenni í eðli og
byggingu myndar, sem ekki má án vera til að gera mynd að