Skírnir - 01.01.1966, Qupperneq 157
Skírnir
Ónáttúra og afskræming
155
Öbreytilegar stoðir þessarar ferskeytlubyggingar eru stuðla-
setning, skothendingar og hendingar eða rím. Stuðlasetning
tengir tvær áherzlusamstöfur í stöku vísuorðunum við fyrstu
aherzlusamstöfu í jöfnu vísuorðunum. Þessi tvö vísuorð verða
þannig að stuðlasamlokum, en vísuhelmingur eða ferskeytla
er úr tveim slíkum. Varla ætti að þurfa að segja Islendingum,
að samhljóðendur stuðla einungis við sjálfa sig, og þó svo
að sp, st, og sk eru sér um stuðlasetningu. Hvaða hljóðstafur
sem er getur stuðlað við annan, og þykir tilbreytingin fegri.
Þessar stuðlareglur eru miklu einfaldari en rímreglurnar, og
á stuðlari því miklu auðveldari daga en rímari, en Islendingar
settu það ekki fyrir sig að nota bæði stuðla og rím. Reglur um
hendingar eða rím í vísuorðasamlokum voru: skothending í
stöku vísuorðunum (þd/ : stóZ), hendingar (stafn : ]afn)
eða rím í þeim jöfnu. 1 dróttkvæðum hætti voru venjulega
sex samstöfur í vísuorði, en tuttugu og fjórar í vísuhelmingi;
sii tala var kynngi-mögnuð, góð til galdra. Vísuorð í drótt-
kvæðum enduðu ávallt á tvíkvæðum orðum, stundum rímuðu
tvö og tvö, stundum öll fjögur (runhenda), en víxlrím var
óþekkt í þeim hætti. Þessi rímsetning kom líka fyrir í rímum,
en víxlrím var líka venjulegt í ferskeytlum. Það, sem nú
hefur verið rakið, er hin fasta hljóðbygging eða hljómbygging
dróttkvæðs helmings eða ferskeytlu, sú bygging ætti að sam-
svara ferhyrndum fleti myndar málaranna. Myndir kúbist-
anna voru venjulega smámyndir (miniatures), dróttkvæði
helmingurinn og ferskeytlan voru ævinlega smámyndir máls.
Hljóðgrind vísunnar ætti að svara til lína og flata kyrralífs-
myndarinnar, en kenningar, oft nykraðar, og orð, hreytt
hingað og þangað um vísuna, svara til ruslsins í kyrralífs-
myndinni, sem oft er fengið hvaðanæva. Venjulega lýkur
skáldið vísunni með orði, sem bindur vísuna saman.
1 upphafi greinarinnar var á það minnzt, að Hallvarður
Lie héldi, að nykraði kenningastíllinn væri myndaður eftir
ónáttúrlegum tréskurði. En Finnur Jónsson hélt, að skáldin
hefðu neyðzt til að yrkja svona stirt og flókið vegna þess,
að þá skorti rúm innan vísuhelmingsins eða ferskeytlunnar,
svo að form hennar varð saman rekið, kenningar ónáttúrlegar.