Skírnir - 01.01.1966, Qupperneq 159
Skírnir
Ónáttúra og afskræming
157
notuð sem abstrakt stofnorð, karlkyns eða kvenkyns, eftir
því hvort tala skal um mann eða konu, hermann eða hús-
freyju. Kalla má mann ask, þoll eða lund og kenna hann við
víg, vopn eða skip sín. Konu má kalla eik, lág eða selju og
kenna við skraut sitt, eins og Salvador Dali gerði með því
að stinga því í barm konu. Skáldin kenna konu við skraut
svo sem hálsmen, armband, hringa, enn má kalla hana selju
bjórs, vins eða mjaðar. Þessi notkun trjáheita fyrir abstrakta
stofna í kenningum virðist abstraktari en flestar aðrar kenn-
ingar og dularfull mjög, nema tengja megi hana við trjá-
dýrkun norrænna þjóða. Að Norðurlandabúar hafi dýrkað
tré jafnvel veraldartré virðist mjög líklegt og það eigi aðeins
vegna goðsagnanna um Ask Yggdrasils og vegna frásagna
Adams af Brimum um blótlundinn í Uppsölum, heldur einnig
vegna trjánna, sem rist hafa verið á helluristur, frá bronsöld
i Svíþjóð. En ef þessi helgu kynngimögnuðu tré eru notuð í
stofni kenninga, kynni það líka að varpa ljósi á ástæðu til
þess, að goðanöfn eru notuð á sama hátt, guðir í mannkenn-
ingum, gyðjur í kvenkenningum. Ekki veit ég til þess, að
nokkur maður hafi skýrt þessa kenningastofna, nema hvað
Einar Ól. Sveinsson gizkar á það, að goðkenningarstofnarnir
séu sprottnir úr trúarlegri leiðslu (Dróttkvæðaþáttur). Það er
vel kunnugt, þótt óskýrt sé, að Njörður (28), Týr (19), Freyr
(16) og Baldur (14) voru oftast notaðir í kenningastofnum,
en Óðinn og Þór, Heimdallur og Loki varla nokkurn tíma.
Þórsnafn er mjög algengt í mannanöfnum á fslandi, en Óðins-
nafn ekki. Enginn veit þó neitt með vissu um bannhelgi þessara
nafna, en geta má þess, að á íslandi er óhugsandi að skíra
dreng Jesú María, sem ekki er ótítt í kaþólskum löndum,
eina undantekningin, sem ég veit, er Halldór Kiljan Marie
Pierre Laxness.
En sagan um abströktu stofnana er ekki öll sögð enn. Snorri
segir í Skáldskaparmálum, 40. kap., að í stað goðanafna sé rétt
að nota álfanöfn, en ef kennt er við jötnaheiti, þá er það
lastmæli eða háð. Þessi notkun trölla eða jötna varð enn
algengari í rímum til að lýsa söguþrjótum. Ein slík lýsing
hefur orðið afarvinsæl með fslendingum, Nóbelsverðlauna-