Skírnir - 01.01.1966, Síða 160
158
Stefén Einarsson
Skírnir
skáldið raulaði hana fyrir munni sér í útlöndum, og mér
finnst hún ein hæfa sem mottó á Guernica Picassos. Það er
vísa Bólu-Hjálmars um Grím Ægi:
Fárleg vóru fjörbrot hans,
fold og sjórinn stigu dans;
gæfusljór með glæpafans
Grímur fór til andskotans.
Enn mætti geta þess, að mikið er af ádeilu í rímum eigi síður
en í tízkumálaralist.
Nú er komið að síðustu stórlíkingunni með dróttkvæðum og
nýtízkulist, ást á orða- eða myndleikjum. Snorri ræðir um
orðaleiki í tveim kapítulum Skáldskaparmála, kap. 40 og 88,
einkum á síðara staðnum. f báðum kapítulum eru orðaleik-
irnir hyggðir á hljóðlíkingum orða, er hafa eigi sömu merk-
ingu. Helzt ætti hljóðlíkingin að vera fullkomin, dæmi Snorra
sýna, að svo er ekki ávallt. f fertugasta kapítula nefnir Snorri
meðal annars tvo stofna, gerandanöfn, annað karlkyns, hitt
kvenkyns, sem um leið eru trjáheiti, og má nota þau í þeirri
merkingu líka fyrir kenningarstofna. Ágætt dæmi um karl-
kenningu er reynir vápna, af reyna, en reynir er líka „reyni-
tré“, og trjáheitið reynir mundi vera jafngóður kenningar-
stofn og gerandanafnið. Kona er kölluð selja öls, af að selja,
en mætti eins heita svo af trjáheitinu, selja er víSirtré. í
sambandi við þetta segir Snorri, að trjáheiti hafi verið notuð
í kenningum vegna slíkra líkinga. En það er ekki mjög líklegt,
ef eitthvert samband er á milli helgi trjáa og goða og notkun
þeirra í kenningum. f 88. kapítula gefur Snorri nokkur dæmi
orða, sem eru eins eða svipuð í framburði, en ólíkrar merk-
ingar. Eftir að hafa talað um tvær merkingar í orðum svo
sem lœti, reiSi, far segir hann „þvílík orðtQk hafa menn
mjgk til þess at yrkja folgit ok er þat kallat mjok ofljóst.“
Enn segir hann: „Lið kalla menn þat á manni, er leggir
mœtask, lið heitir skip, lið heitir mannfólk, lið er ok þat
kallat, er maðr veitir Qðrum liðsinni; lið heitir q1. Hlið
heitir á garði, ok hlið kalla menn oxa, en hlíð er brekka.
Þessar greinir má setja í skáldskap at gera ofljóst, at vant