Skírnir - 01.01.1966, Page 161
Skírnir
Ónáttúra og afskræming
159
er at skilja, ef aðra skal hafa greinina en áðr þykki til horfa
in fyrri vísuorð."1) Ofljóst eru þá orðaleikir sem vant er
að skilja, en skiljast þó.
Ungur íslenzkur fræðamaður Ólafur M. Ólafsson (í Á góðu
dægri, AfmœliskveÓju til Nordals 14. september 1951, bls.
122) telur, að fræðimenn hafi enn eigi tekið nægilegt tillit
til ofljósts i dróttkvæðum. í 60. erindi Egils:
Langt þykir mér / ligg einn saman
karl afgamall / á konungs vQrnum
er allt ljóst nema „á konungs vgrnum.11 Ólafur segir „konungs
varnir“ hljóta að vera menn, en menn hétu líka dúnn að
sögn Snorra og að liggja á dúni þarf engrar skýringar í landi
æðarkollunnar. Eldri fræðimenn hafa breytt þessu í „án
konungs VQrnum“ og gefur það ágæta merkingu. Þeir gætu
líka spurt Ólaf, af hverju Egill var að kvarta, ef hann lá á
dúni.
Sérstök og sennilega ævaforn tegund af ofljóst eða orða-
leikjum eru gátur þær, sem tengdar eru nöfnum rúnanna.
Ef ágizkanir vorar um uppruna helgra trjáheita og helgra
goðanafna í stofnum kenninga eru réttar, ættu rúnagátumar
tæplega að vera yngri. Fornenskt skáld eins og Cynewulf
frá 8. öld felur eða birtir nafn sitt í rúnum. Aðferðin hefur
lifað fram á þennan dag með íslenzkum rímnaskáldum.
Loks skal hér athugað, hvað listfræðingurinn Maurice
Grosser hefur að segja um myndleiki (visual punning) í
nýtí zkumál verkum.
„Fyrir málara, sem ætlar að gera samsetningu myndarinnar
að efni myndarinnar, er fyrirmynd hans aðeins til hindrunar,
eða réttara sagt aðalhindrunin. Ef samsetningin á að hafa
þá áherzlu, sem henni ber, verður að láta alla skírskotun til
þess, sem maður sér, fara eða eyðileggjast. Og ef þetta virðist
hart lögmál, verður að minnsta kosti að draga mjög úr merk-
ingu fyrirmyndarinnar, annars er málarinn í sömu fordæm-
ingunni og áður með mynd, sem að vísu getur verið vel
samansett, en er enn þá frásaga eða skýringarmynd í bók.
0 Stafsetning er samræmd.