Skírnir - 01.01.1966, Qupperneq 168
166
Einar Öl. Sveinsson
Skímir
Nú fer Kormakur utan, er með Hákoni Aðalsteinsfóstra
og síðan Haraldi gráfeldi og fer annars víða í víkingu og hem-
aði, án efa til að sefa minningar sínar. En eftir nokkurn tíma
fýsir hann til Islands aftur. Nú kemur einkennileg frásögn:
þegar Kormakur kemur að landi í Miðfirði, sér hann, hvar
kona ríður: það er Steingerður. Hann fer á fund hennar, og
ræðast þau við; tekur dagur að líða að kvöldi, og fara þau
unz þau koma til lítils bæjar, og gista þar um nóttina. Segir,
að sínum megin bríkar lá hvort þeirra. Ýmsar vísur orti
Kormakur, og er auðsætt, að hann þráir, að þau megi byggja
eina sæng „angrlaust“, og væntir, að svo megi siðar verða.
Hún skilur við hann með fæð um morguninn.
Nú segir frá háðulegum kveðskap af beggja hálfu, Kormak«
og Þorvalds, síðan hólmgöngum, og er hér blandað göldmm,
því að Kormakur leitaði liðs Þórdísar spákonu, en trúði þó
ekki á kunnáttu hennar og eyddi öllu jafnótt fyrir henni.
Þessum kafla lýkur svo, að Kormakur kyssir Steingerði tvo
kossa „heldur óhrapallega“ og verður að gjalda fé fyrir. Síðan
fer hann aftur utan og enn á fund Haralds konungs gráfelds.
En nú ber kynlega við: Steingerður biður Þorvald bónda
sinn, að þau fari utan. Það verður, og eru þau einnig með
Haraldi konungi. Segir frá mörgum atvikum í skiptum þeirra
við Kormak; eitt sinn bjargaði Kormakur þeim frá víkingum;
í annað sinn, þegar hann hitti hana, kyssti hann hana fjóra
kossa; í ferð til Bjarmalands stýrði Steingerður á skip Kormaks,
og lá nærri, að hún velti því undir honum. Svo ber það við, að
víkingar námu Steingerði brott frá manni hennar, og hét Þor-
valdur Kormaki henni, ef hann bjargaði henni frá víking-
unum, en hún vildi, eins og sagan segir, ekki „knífakaup“.
Kormakur „kvað ok ekki þess mundu auðit verða; kvað illar
vættir því snimma skirrt hafa eða óskop“. Skildu þau að því,
og fór Steingerður með Þorvaldi, og sáust þau aldrei síðan.
En Kormakur og Þorgils skarði bróðir hans herjuðu á Irland,
Bretland (o: Wales), England, Skotland, og þeir settu fyrstir
virki það, sem heitir Skarðaborg. 1 þessum víkingaförum lét
Kormakur lífið.
f þessu stutta yfirliti hefur nærri eingöngu verið minnzt