Skírnir - 01.01.1966, Page 169
Skírnir
Kormakur skáld og vísur hans
167
á atburði sögunnar, staðreyndir hennar. Með vilja var gengíð
fram hjá hinum sálfræðilegu vandamálum hennar. Og rétt
aðeins var drepið á, ekki meira, annan þátt sögunnar, vísur
hennar. Að þessu hvorutveggja mun þó komið síðar.
III.
En áður en lengra er farið, er eðlilegt, að menn girnist að
vita meiri deili á sögunni. Hún er skrifuð á Islandi, sjálfsagt
í grennd við staðina, þar sem segir, að Kormakur og Stein-
gerður ólust upp, í Húnavatnsþingi vestanverðu. Hún ber ekki
vitni um mikinn fróðleik, t. d. í ættfræði og mannfræði. Hún
ber engin merki klerklegs lærdóms, ekki heldur tengsla við
neitt klerklegt menntasetur. Hún heyrir ekki til Þingeyra
skólans. Það sem segir um austurhluta sýslunnar og staði, sem
enn lengra eru í þá átt, ber ekki vitni um nákvæma staðþekk-
ingu, ekki heldur um þekkingu á mönnum.
Hvenær var sagan rituð? Þá vandast málið. Ólíklegt er,
að hún sé rituð fyrir 1200, þó að varla verði það fullyrt, og
hún er fráleitt skrifuð eftir 1300, þegar síðasta kynslóð þjóð-
veldisins var liðin undir lok. En hvenær þá á þessu timabili?
Theodor Möbius hélt því fram, að sagan væri ung, frá síðara
hluta 13. aldar. Hann taldi, að sagan væri rituð sem umgerð
um vísurnar, og sé það einstakt; vanalega fari sögurnar eftir
auðugum, lifandi munnlegum frásögnum fimra sögumanna,
en hér séu sagnirnar mjög fátækar og óljósar, nema þá þnð
sem segir um Bersa, og muni þar farið eftir sérstakri sögu um
hann (skráðri, að því er ætla má). Söguþráður og samhengi
sé ákaflega ófullkomið. Virðist Möbius telja þetta allt stoðir
tímasetningar hans. Finnur Jónsson fellst á þetta og rekur það
enn rækilegar. Hann bendir og á, að sagan sé óáreiðanleg um
nriargt, full af hjátrú, töluvert sé í henni af fornaldarsagna-
íninnum; þó sé sumt í hjátrúnni gamalt. Eugen Mogk er
svipaðrar skoðunar um aldurinn.
Eins og sjá má, má deila um, hve gild þessi aldurseinkenni
eru, enda hafa ekki allir verið á sama máli. Guðbrandur V:g-
fússon kveður svo að orði, að Kormakssaga sé eitt hið frum-
stæðasta rit í óbundnu íslenzku máli, sem til sé. „Stíllinn er