Skírnir - 01.01.1966, Page 172
170
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
þetta rit veldur nokkru um, að ég hef tekið Kormakssögu til
nýrrar athugunar, en engar deilur mun þetta rit þó leiða mig
út í. Mig fýsir aðeins að athuga nánar, hvort ekki megi finna
nýjar röksemdir um Kormak, sögu hans og vísur hennar.
IV.
Hvaða vitni eru um tilveru Kormaks utan sögu hans?
Snorri Sturluson hefur ritað í Eddu sinni sex vísuhelminga
eignaða Kormaki, og munu flestir þeirra um Hlaðajarla. 1
Heimskringlu, Hákonar sögu góða (14. kap.), er skráð heil
vísa, eignuð Kormaki ögmundarsyni, sögð úr Sigurðar drápu
Hlaðajarls. Engar grunsemdir veit ég um þessar vísur. Ólafur
hvítaskáld eignar í þriðju málfræðiritgerðinni einn vísu-
helming Kormaki:
Því at málvinu minnar,
mildr Þorketill! vildir
Hér vantar í, en óefað er þetta kveðið til föður Steingerðar, og
hana kallar hann „málvinu sína“. Þorketill f. Þorkell er gömul
mynd.
Kormaks er getið í Islendingadrápu Hauks Valdísarsonar.
Þar segir, að hann barðist oft og kenndi mönnum stundum í
gras lúta; hann er þar og kallaður kynstór; þá segir, að hann
var með hilmi (þjóðhöfðingja), að hann hræddist aldrei og að
hann trúði á sig. Síðustu orðin virðast helzt lúta að óbeit hans
á hjátrú, sem sagan segir frá, þó að þau mætti skýra öðru vísi.
Auk þessa er Döllu, ögmundar og Kormaks getið bæði í öllum
Landnámabókum og í Egilssögu, en Þorgils auk þess í Egils-
sögu. Óvíst er, hversu hér er háttað afstöðu Egilssögu og Land-
námu. I Egilssögu er faðir ögmundar nefndur Galti; það gæti
verið viðurnefni, en langlíkegast er þó, að þar beri Kormaks-
sögu og Egilssögu á milli, enda er óliklegt, að nokkur Kormakur
hafi verið höfðingi i Víkinni um 900. Hver er aldur Islendinga-
drápu? Hann virðist óviss, og væri sá maður þakkar verður,
sem fyndi örugg aldursmerki. Jón Helgason1 telur, að orðin
um Hall af Síðu: að hann átti „sonu mæta“ og dýr himna guð
!) Nord. Kultur VIII:B 141.