Skírnir - 01.01.1966, Side 173
Skímir
Kormakur skáld og vísur hans
171
skóp „liQfuðsmanna veg sannan“, eigi við helgi Jóns ög-
mundarsonar. En mundi ekki mega þakka þann ‘veg’ guði
himna, að frá sonum Halls eru komnir biskuparnir Jón Ög-
mundsson, Klængur Þorsteinsson, Magnús Einarsson, en frá
dætrum hans Ketill Þorsteinsson og Orkneyjajarlarnir Magnús
og Rögnvaldur kali, sem báðir voru taldir helgir (Rögnvaldur
þó ekki fyrr en 1192). Ekki þarf að taka fram, að fjórir ís-
lenzkir biskupar á 13. öld voru frá Halli komnir. Auðsætt er,
að nógan veg höfðu niðjar Halls á 12. öld, til þess að hrós
Islendingadrápu ætti við þá. Þannig skortir því miður enn
sem fyrr nægileg rök um aldur hennar.
Auk þeirra heimilda, sem nú voru upp taldar, nefnir Skálda-
tal Kormak Ögmundarson skáld Haralds konungs gráfelds og
Hákonar Hlaðajarls Sigurðarsonar. Enginn mun neita því, að
það sé góð heimild.
Að öllu athuguðu má fullyrða, að þetta heimildatal um ævi
Kormaks sé miklu betra en margra þeirra skálda, er enginn
hefur grunað sögu þeirra, og það sýnir, hverju hinir spökustu
menn á tima íslenzkrar sagnaritunar hafa trúað um hann.
Egilssaga vekur hins vegar grun um ætt hans í upphafi
Kormakssögu, en nafn hans bendir ótvírætt á, að hann muni
af irskum uppruna að nokkru leyti. Nægar eru heimildir um
það, að hann hafi verið skáld; visufjórðungurinn hjá Ólafi
hvítaskáldi bendir til þess, að hann hafi átt málvinu, og að
hann hafi tekið til að yrkja vinsamlega til föður hennar. Loks
hefur hann verið utanlands, ort um þjóðhöfðingja Noregs,
líklega um annanhvorn þeirra feðga Hlaðajarla, Sigurð og
Hákon, og um Harald gráfeld.
V.
Þá er loks kominn tími til að hyggja nánar að vísum þeim,
sem sagan geymir og eignar Kormaki. Er þess nokkur kostur
að finna röksemdir þess, hvort þær eru ortar, þegar sagan er
skráð, eða ef þær virðast eldri, hvort þær séu frá 10. öld eða
síðar til orðnar?
Fyrst af öllu er að athuga texta þeirra. Hann er óneitanlega
allt annað en góður, stundum óefað mjög spilltur. Þeim ágæta