Skírnir - 01.01.1966, Page 174
172
Einar Öl. Sveinsson
Skírnir
skrifara, sem ritaði Möðruvallabók, hefur ekki verið gefinn
mikill skilningur á kveðskap dróttkvæðaskálda. Bót er að því,
þegar brotið er líka til hjálpar, þá má leiðrétta á víxl, en skammt
nær það. I minni útgáfu af sögunni var gerð tilraun til að
fara eins nærri texta handritanna og unnt væri, ekki af trú á
textanum, heldur af vantrú á því, að vísindamaðurinn eigi
kost á nokkru því leiðarljósi, sem geti vísað honum veg, þegar
horfið er nokkuð verulega brott frá textanum.
Mikilvæga hjálp til að leiðrétta texta dróttkvæðra vísna
veita hinar ströngu reglur háttarins. Þetta varðar þó að litlu
hljóðstafasetninguna, vegna þess að það var svo sjálfsagt,
að hún væri óaðfinnanleg. öðru máli gegnir um hrynjandi og
hendingar; þar er meiri munur á meðferð skáldanna, og má
ýmislegt ráða af því. Skal nú hyggja nokkru nánar að þessum
efnum.
1. Vanalegur dróttkvæður háttur:
^411s metk aruðar fellu (1)
/slands, þá’s mér grandar, (2) /
//únalands ok úandan
/zugstarkr sem Danmarkar,
verð es Engla /arðar
Eir hádymis geira,
sól-Gunni met’k svinna
sunds, ok fra grundar.
2. Hljóðstafasetning: tvö ris í ójöfnum vísuorðum hljóta
hljóðstafi, en fyrsta risið í hinum jöfnu.
3. Hendingum (þær eru stundum kallaðar innrím) er skipað
á þessa leið: Mlls : þellu: verð : jarðar er skothending; -lands :
grandar; Eir : geira er aðalhending. Línan ‘Húnalands ok
handan’ hefur ranga aðalhendingu, því að samkvæmt vana-
legum reglum er aðalhending í jöfnum vísuorðum, skothending
í ójöfnum. Aðeins ris eða atkvæði gædd aukaáherzlu mynda
hendingu, en endingar og áherzlulaus atkvæði gera það ekki.
Áður en reglur um hendingar í jöfnum og ójöfnum línum
urðu fastar, drottnaði margvíslegt frjálsræði, og hendingar
voru harla óreglulegar, en skáld hneigðust þó til að hafa aðal-