Skírnir - 01.01.1966, Side 175
Skírnir
Kormakur skáld og vísur hans
173
hendingar í 4. og 8. vísuorði, síðar einnig í 2. og 6. Á dögum
skálda Haralds hárfagra tóku hendingareglur að festast í drótt-
kvæðum hætti, einkum í hirðkvæðum, en síður í lausavisum,
og vísur Torf-Einars eru óreglulegar, en vísur Egils og Kormaks
eru stundum reglubundnar, stundum ekki. Þegar höfundar
Islendingasagna ortu vísur í sögur sínar á 13. og 14. öld,
svo sem var um aukavísur Njálu og margar vísur í Grettis-
sögu, þá voru þær alveg reglulegar. Stundum búa menn líka
til nýja hætti upp úr regluleysi fornskáldanna, og kallar Snorri
þá fornskáldahætti (svo sem munnvörp, skothendu, háttleysu
o. fl. í Háttatali). Vitaskuld eru þessir hættir þó ólíkir kveð-
skap fornskálda: hér var tiltekin regla, þar ekki. I fornaldar-
sögum eru hendingar stundum óreglulegar, ekki sízt í kveð-
skap Ragnars loðbrókar, Áslaugar og sona þeirra.
Þegar öllu er á botninn hvolft, mælir óreglan í vísum
Kormaks með því, að þær séu gamlar, að því leyti sem þær eru
ekki brenglaðar.
4. Lengd vísuorða. Hvert vísuorð er hið minnsta sex atkvæði.
Ef ris falla á stuttar samstöfur, þarf fleiri atkvæði til að fylla
línuna. Styttri vísuorð í handritum skýrast stundum með
breytingum á máli, svo sem hljóðgapi, niðurfalli stafs á eftir
öðrum skyldum honum. En áður en breytingar þessar gerðust,
voru vísurnar rétt kveðnar, en urðu rangar. Nefna má dæmi
um þetta úr vísum eignuðum Kormaki í sögu hans: 198 þjóSáar
(linns þjóðáar rinna) fyrir þjóSár sem í M stendur; 334 tváa
(hornungr tváa morna) fyrir tvá M; 548 Þórketils, svo M;
59G sœing (angrlaust sæing gQngum) fyrir sœng M; 598
dynjeyjar (dynjeyjar við Freyja) fyrir dyneyjar M; 818 náar
(Aurreks náar gauri) fyrir nærr M. — Síðar mun sýnt,
hvemig lærðir menn á 13. öld skýrðu þessi fyrirbrigði.
5. Hrynjandi. Sérhvert vísuorð hafði þrjú ris, og svaraði
hvert þeirra til þess atkvæðis, sem þyngst áherzla féll á sam-
kvæmt eðlilegri framsögn og eftir hljóðstafasetningu. Vísu-
orðið endaði ævinlega á -x (langt áherzluatkvæði [ris], sem
áherzlulaust atkvæði fer á eftir). Línulok eins og 787 stýrðu