Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 176
174
Einar Öl. Sveinsson
Skírnir
ei á mik Steingerðr, - — eða öllu heldur - — (síðasta atkvæði
með aukaáherzlu eða þá þungri aukaáherzlu), sýnir, að text-
inn er úr lagi færður.
Það má heita föst regla í vanalegum dróttkvæðum vísum,
að jöfnu vísuorðin hefjist á risi. Aftur á móti má oft rekast
á það í elzta kveðskap, að upphafsatkvæði þeirra hafi annað-
hvort litla eða enga áherzlu. Veitir það vísuorðinu — og þar
með vísunni — einkennilega hrynjandi (sjá 77. v.). Oft fylgja
þessari óvenjulegu hrynjandi óreglulegar hendingar.
6. Vitni hendinga. Vel má skipta vísum, eignuðum Kormaki
í sögunni, í tvo flokka: 1) þær sem nærri fara vanalegum
dróttkveðnum hætti og 2) þær sem sýna lítið sem ekkert
vandlæti um hendingar. Er þess þá varla að vænta, að vísuorð
siðamefnda flokksins veiti mikla vitneskju um aldur þeirra
vísna fram yfir það sem nefnt var, en það kynni að geta átt
við sumar vísur í hinum, þrátt fyrir einhverja óreglu frá
upphafi og ef til vill afbökun í munnlegri varðveizlu. Er þar
þá að hyggja að aðalhendingum, enda kveði mikið að reglu-
bundinni setningu þeirra í vísunni. Nú skal nefna dæmi: 84
-starkr myndar hendingu við -markar, 94 #rinna (: minn),
198 *rinna (: linns), 264 mínn (: þína; er annars með stuttu i
í slíkum orðum), 532 skald (: kalda), 638 *goll (: troll),
686 skaldi (: aldri), 692 *mannr (: annars), 694 #þissa?
(: ómissila), 704 *rinna (:: sinn), 766 *golls (: þolli).1) Vert
er að athuga, að hér er langoftast að ræða um 4. og 8. vísu-
orð, en þar var föstust regla um aðalhendingu hjá forn-
skáldum“.
Þá skal drepa lítillega á aðalhendingar, þegar þar er að
ræða um hljóðvarpsmynd á öðrum staðnum. Um þetta efni
hefur Finnur Jónsson ritað merkilegan kafla í Norsk-islandske
kultur- og sprogforhold, en síðan Hreinn Benediktsson í
ýmsum ritgerðum.2)
*) Orð, sem merkt eru stjörnu, eru breytt frá handriti, hin eru óbreytt.
Hvorki er a greint frá á í hdr. né i frá í.
2) Acta phil. Scand. 26 (1963), 1—18, sbr. ennfr. Lingua Islandica 3
(1961—62), 7—38.