Skírnir - 01.01.1966, Side 177
Skírnir
Kormakur skáld og vísur hans
175
Byrja má á orðum, sem hafa u-hljóðvarp af a og mynda
hendingu með a. Dæmin eru þessi: l4 ramma- : skQmmu, 72
annat: NQnnu, 106 þgll: vallar, 164 IiqII: alla, 318 SkQfnungr:
þrafna, 322 -VQndr: randir, 596 angr-: gQngum, 674 gQgnum:
þagnar, 702 hald-: fgldu, 846 sQng : vanga. (f 742 getur ver-
ið hvort sem vill skQlm : falma eða skálm : fálma.) Hins
finn ég aðeins eitt dæmi, að o : a standi í skothendingu 597
skQfnungi : drafnar, og er það vitanlega marklaust, af því að
það er í ójöfnu vísuorði. Þegar þess er gætt, að menn hætta
að hafa a : q í aðalhendingum í lok þriðja fjórðungs eða á
fjórða fjórðungi 12. aldar,1) er það móti öllum líkindareikn-
ingi, að allar þessar hendingar i vísunum geti verið frá 13.
öld.
Þessu næst skal gera gagnpróf og athuga nokkur dæmi,
sem kynnu að virðast vafasöm upp úr miðri 10. öld.
I-hljóðvarp af a myndar stundum hendingu við gamalt e.
618 verði : SteingQrði, 728 SteingQrðr : verðan, l6 Ggrðar :
verða, 858 G§rðr : verða. Þess ber að gæta, að hér er e-ið á
undan r, og er auðsætt á kvæðum eldri skálda, að þegar svo
stóð á, voru hljóðin talin mynda hendingu. Sama máli gegnir
þá um 718 sverð : ggrðu (gerði algeng mynd), 722 erróttr
(orrottr M) : þgrra.2) ‘Gefn’ myndar tvívegis hendingu við
‘stgfnu’ (262, 332), og einu sinni við ‘svefna’ (622).
Finnur Jónsson nefnir nokkur önnur dæmi, þar sem e og Q
mynda hendingar, og skýrir hann þau svo, að ýmis samhljóð
hafi haft áhrif á e-in. Aftur á móti telur Hreinn Benediktsson,
að þá þegar hafi verið horfinn munur þessara hljóða eða þá
verið svo lítill. að hann hafi ekki verið umtalsverður.3)
Orðið eldr (< *QÍliðr; fornsæ. éleþer, élder; forne. æled)
í ‘eldhús’ 24 myndar aðalhendingu við ‘fglldan’. f dróttkvæðum
mun jafnan koma fyrir samandregin mynd orðsins ‘eldr’, og
J) Sjá Hreinn Benediktsson: Acta phil. Scand. 26 (1963), 11.
2) Sbr. Finnur Jónsson op. cit. 236—37. Sbr. enn fremur vanalega
norska réttritun á éherzluatkvæðum á undan r, svo og Tryggve Sköld:
Die Kriterien der urnordischen Lehnwörter im Lappischen, 1961, hls.
162—63.
3) Arkiv f. nord. fil. (1964) 73—74, 70—72.