Skírnir - 01.01.1966, Page 178
176
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
Egill (lv. 184) og sjálfsagt mörg önnur skáld ríma það móti
orðum me𠑧’ í stofni. Eftir samdrátt og brottfall síðara hluta
tvíhljóðsins mun það hafa haft opið ‘e’.1) Ekki mun heldur
hendingin 28 gldask: þreskeldi neitt tortryggileg.
1 hendingunni 854 dreyrugt : eyri myndar r og r hendingu.
Ýmis fleiri dæmi koma fyrir í vísum eignuðum Kormaki, en
þau koma líka fyrir hjá öðrum gömlum skáldum.2) Sama er
að segja um nefkvæð og ónefkvæð sérhljóð, svo sem 168 hús :
fúsir, 326 ófúss : húsa (fúss sbr. nafnið Alfonso). Slíkar
hendingar hafa tíðkazt frá upphafi.3) Þá skal nefna hending-
una 224 yðr : hnyðja, þar sem v-hljóðvarp af ‘i’ og i-hljóðvarp
af ‘u’ er í sömu línu, en slíkt tíðkast ekki hjá gömlum skáldum,
en í vísunni er svo mikið af háttleysu, að varlegra er að treysta
ekki á hana i þessu efni.
Loks skal nefna hendinguna 614 óþ§kkr : sokkva (skr.
sauckua í M) í reglufastri vísu. Þegar þess er gætt, að skáld
ríma saman i og y < i (þings : syngva) út 10. öldina,4) mætti
hugsa sér, að e > 0 hefði verið á líku stigi, og hefði e-iS í
‘sekkva’, sem í fyrstu hefur verið nefkvætt (af i + n), staðið
svo nærri e i ‘óþgkkr’ (*-þankiaR), að skáldið hefði ekki talið
neinn mismun þar á, eða þá svo lítinn, að ekki væri mark á
takandi.5) Kemur þessi skilningur á -§kk- (<§nk-) : -ekk-
(< -ink-) heim við dæmi frá öðrum skáldum.6)
1 334 mynda orðin horn- : morna (þ. e. morgna) hend-
ingu.
7. Hér á undan voru nefnd dæmi þess, að í handritum kæmu
fyrir gamlar orðmyndir (Þórketils). Önnur dæmi: 18 órar,
J) Sbr. nafnið ‘Helgi’ með Irum, sjá C. Marstrander: Bidrag til det
norske sprogs historie i Irland 63; ath. enn fremur ályktanir Tryggve
Skölds af lappneskum orðum, fyrrgr. rit hls. 114, 162—63.
2) Sjá Finnur Jónsson, fyrrgr. rit 262—63.
3) Sjá Finnur Jónsson, fyrrgr. rit 263; Hreinn Benediktsson, Acta 26
(1963), 8.
4) Sjá Finnur Jónsson, fyrrgr. rit 204—41.
5) Sbr. Lennart Moberg: Om de nordiske nasalassimilationerna 1944,
193.
6) Sjá dæmi hjá Finni Jónssyni, fyrrgr. rit 237.