Skírnir - 01.01.1966, Page 182
180
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
sumir kunna að hafa ort vísur upp nokkuð svo eða jafnvel
alveg, eða þá ort vísur frá rótum inn í sögur, eins og Ingi-
mundur prestur á Reykhólum gerði, en að vísu hefur sögu-
tegund hans verið allt önnur en íslendingasögur. Einnig getur
vísa mætavel flutzt frá einu skáldi til annars. Um feril visna
Kormakssögu er ekkert vitað, nema það eitt, að fornleg merki
í þeim benda á, að mikið af þeim eigi rætur að rekja til 10.
aldar, en margar þeirra eru þó auðsjáanlega úr lagi færðar.
Oft er brenglunin svo auðsæ, að hún er sem greinilegt vamað-
armerki þess að trúa ekki textanum. Svo er t. a. m. háttað
um 73., 78. og 79. vísu. Sama máli gegnir um 6., 24. og 61-
vísu: óhugsandi er, að ‘sága / snyrtigrund’ séu tvö sjálfstæð
ávarpsorð; vísuhelmingurinn, þar sem ‘reiði-Sif’ og ‘runnr’
koma fyrir saman, hlýtur að vera brenglaður, og í 617 vantar
atkvæði. Eftir verða þá ekki nema fjórar hálfkenningar, sem
erfiðara er að losna við. Eðlilegast er að hugsa sér, að þær
hafi verið í frumtexta sögunnar, en þar fyrir er ekki vitað,
að nokkur þeirra stafi frá 10. öld.
Þar með er komið til söguritara eða söguhöfundar, og gegnir
nokkuð öðru máli um hann en um munnlega varðveitendur.
Hann er vanalega einn, og setur hann sitt mark á söguna.
Með gaumgæfilegum lestri hennar má oft fá nokkuð glöggan
skilning á honum og einkennum hans. T. d. virðist Kormaks-
saga bera með sér, að höfundur hennar hafi enginn íþróttar-
maður verið í sagnaritun; þegar undan er skilin frásögn af
veru Kormaks í Tungu og af fundi þeirra Steingerðar, þegar
hann kemur út, svo og köflum um Hólmgöngu-Bersa (en
kaflarnir um hann virðast vera úr sérstakri sögu), þá er frá-
sögnin einkennilega beinaber, bláþráðótt og oft sjálfri sér
sundurþykk. Sagan lifir á vísunum. Ekkert bendir á, að höf-
undurinn hafi verið söguskáld, ekki heldur, að hann hafi verið
vísnafalsari. Og ef litið er á það, sem ótvírætt virðist aðal-
heimild hans og kjarni sögunnar, þá mælir ekkert með því,
að hann hafi verið fræðimaður á vísur, og furðu mörg eru
dæmi þess, að missagnir séu með þeim og óbundna málinu,
þ. e. að hann hafi misskilið þær.
Eftir að höfundurinn hafði gengið frá sögunni, komst him