Skírnir - 01.01.1966, Síða 184
182
Einar Öl. Sveinsson
Skimir
Þó að dróttkvæðin virðist fljótt á litið standa kyrr, hreyfðust
þau þó eigi að síður. En hver gat áttað sig á því? Helzt Snorri.
Um háttu. Um kenningar og heiti að nokkru leyti („en þessi
skáldskapar heiti sem onnur þykki mér óskylt at hafa í
skáldskap, nema áðr finni hann í verka hofuðskálda þvílík
heiti“). En varla gat hann vitað mikið um breytingar máls,
enda voru þær með þeim hætti, að næsta lítið gat á þeim
borið.
Hugsum oss söguritara, sem vildi fyrir hvern mun stæla
kveðskap liðins tíma, hrag, stíl, mál. Hver var þekking hans?
Þessu verður varla svarað nákvæmlega, en allnokkuð má
álykta af þekkingu annarra manna, þó að þar sé að ræða
um menn, sem staðið hafa Pétri og Páli langtum framar að
fróðleik.
Auðveldast var að átta sig á bragarháttum. Snorri yrkir
undir „fornskáldaháttum", en mundi ekki mörgum fara sem
honum, að gera háttuna reglulegri en þeir voru forðum daga,
það er að segja, ef þeir áttuðu sig þá á brageinkennum hins
fornlegasta dróttkvæðs háttar.
Um kenningar má ætla, að menn hafi allt frá 10. öld
kennt konur til handar og sævar. Aftur á móti er ekki líklegt,
að þeir hafi svo snemma leyft sér hálfkenningar. En á hálfri
þriðju öld gátu kenningarnar auðveldlega breytzt í munn-
legri geymd, svo að jafnvel álitlegur text: er hreint ekki öruggt
vitni um frumvísurnar.
Þegar til málseinkenna kemur, er enn hæpnara, að sögu-
ritarinn gæti lagt nokkuð gott til vísnanna. Skal nú rætt um
það mál nánar.
Ólafur hvítaskáld nefnir á einum stað „vindandina fornu11,1)
en það er varðveizla u’s á undan r-i, eins og t. d. í orðasam-
bandinu „vreiðr vega“ og því um líkt. Nafnið á þessu fyrir-
brigði er án efa komið frá fræðimönnum fyrri tíðar. En
Ólafur hefur skynsamlega athugasemd til stuðnings aldri
þess. Aftur á móti villist hann alveg í því, hvað ræður meðferð
hr og r í íslenzku (hringhreytanda hrammastan ...). Auk
J) Isl. grammat. litterartur II 87.