Skírnir - 01.01.1966, Page 185
Skímir
Kormakur skáld og visur hans
183
þess lætur hann latnesk mælskulistarrit leiða sig afvega um
það, hvenær fornskáld fella atkvæði niður eða hæta við:
hann áttar sig ekki á, að því ráða fornar orðmyndir. Jafnvel
nafnið Þórketill skýrir hann svo, að orðið sé lengt af handa-
hófi, og má þó ætla bæði af texta M af Kormaksvísum og af
dæmum úr Njálu, að 13. aldar menn hafi haft veður af
réttum skilningi þessarar myndar (að hún væri gömul). Orðið
‘skjaldi’ 222 er bundið af aðalhendingu. Þessi mynd virðist
heyra til 9—ll.aldar, en kemur þó líka fyrir á 12. öld; en
menn þekkja hana á þeirri 13. (sbr. Háttatal 54). Dæmin á
bls. 177 hér að framan sýna hins vegar, að orðmyndir hafa
verið yngdar upp, ekki fyrndar. Myndin ‘hvaðrantveggja’ ber
með sér, að höfundur eða skrifari hefur ekki ráðið við gamla
mynd. Sama er að segja um myndina ‘hváðarr’ í Ragnars-
sögu.1) Ólafur hvítaskáld drepur á myndina ‘hvaðartveggi’
og telur, að þar sé bætt við atkvæði, „til þess at kveðandi
haldisk“.2) Ekki veit ég, að nokkurs staðar sjáist merki þess,
að menn skilji eðli né sögu aðalhendinga með a: <?, og væri
þá gáta, hvernig stendur á þeim í Kormakssögu, ef vísumar
væru ortar í byrjun 13. aldar. Skilning hinna ófróðari manna
á ósamandregnum myndum t. a. m. ‘þjóðáar’ má gera sér í
hugarlund, þegar athuguð er 7. visa Háttatals Snorra og skýr-
ing hans: „Þat er leyfi háttanna at hafa samstöfur seinar eða
skjótar, svá at dragisk fram eða aptr ór réttri t<?lu setningar,
ok megu finnask svá seinar, at fimm samstöfur sé í öðm ok
enu fjórða vísuorði, svá sem hér er:
Hjálms fylli spekr hilmir
hvatr Vindhlés skatna,
hann kná hjprvi þunnum
hræs þjóðár ræsa;
ýgr hilmir lætr eiga
Qld dreyrfá skjpldu
styrs rýðr stillir hersum
sterkr járngrá serki.“
!) Skjd. II A 241.
2) Isl. gramm. litt, II 64—65.