Skírnir - 01.01.1966, Page 186
184
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
Snorri líkir hér eftir gömlum kvæðum, en eftir orðum hans
að dæma áttar hann sig ekki á, að fallin eru burt atkvæði,
og 2. vísuorð er alveg rangt. Fyrst þetta gat komið fyrir
Snorra, þarf ekki orðum að eyða um aðra menn á þessu tíma-
bili. Þá skal nefna orðið ‘várr’. f vísu frá 1219 eftir Guðmund
Oddsson1) kemur fyrir mvndin ‘órar’ (þolf. flt.), og í vísu
eftir Grím Hjaltason frá 1202 er myndin í handritum ‘vora’
þ. e. ‘vára’; en í vísu eftir Ámunda Árnason er ‘var’ eða ‘vor’ í
aðalhendingu með ‘kórum’ (leiðr., en vafalaust); auðsjáanlega
á að lesa þar ‘órr’. Samkvæmt þessu má telja víst, að í vísum,
sem ortar væru í eða fyrir sögur í upphafi 13. aldar hlyti að
verða alger ruglingur á myndum þessa orðs.
Loks skal nefna fyllingarorðið o/. Þrettándu aldar menn
höfðu veður af því, að fyllingarorðið væri oft sett framan við
lýsingarhátt þátíðar, og hélzt það í og með út öldina. Hitt
var á einskis manns færi að vita, fyrir framan hvaða sagnorð
í öðrum myndum mætti setja það. Enn síður kunnu menn
að setja fyllingarorðið rétt framan við nafnyrði (nomina).
Og alveg óhugsandi væri, að vísnafalsari á 13. öld fyndi á
sér, að eitt dæmi um fyllingarorð eða vel það ætti með réttu
að vera á hverri blaðsíðu í Skjaldedigtning, svo framt vísan
væri frá 10. öld!
Niðurstaða þessara athugana er sú, að höfundur Kormaks-
sögu hafi ekki haft löngun til að yrkja vísur í orðastað Kor-
maks, enda hafi hann á engan hátt verið fær til þess. Ekki
er líklegt, að hann hafi kákað mikið við vísurnar, og er senni-
legast, að villur þeirra stafi frá uppskriftum, og þó mest frá
munnlegri geymd.
IX.
Áður en horfið er með öllu frá vísunum, skal líta á þrjár
þeirra, sem eru skyldar að efni. Þær eru þessar:
61. Heitask hellur fljóta
hvatt sem korn á vatni
.... en bj$ð sekkva,
0 Skjd. II A 79.