Skírnir - 01.01.1966, Page 188
186
Einar Ól. Sveinsson
Skirnir
Þessar vísur eru án efa í einhvers konar tengslum. Aðal-
heimild Arnórs er vafalaust Völuspá, en atriðið um sjó,
sem glymur á fjöllum og fríðleik Þorfinns, gæti verið komið
frá Kormaki. Lok vísu Arnórs eru vafasöm, ef till vill stafa
þau frá vísu Hallfreðar. Ekkert í vísum Kormaks ber með
sér, að þær séu yngri en hinar. Orðalag Arnórs gæti átt rætur
að rekja til vísu Kormaks um Steingerði.
I þessum visum koma fram nokkur alkunn minni. Öll lúta
þau að heimsundrum. En þau geta komið fyrir í mörgum
samböndum, og breyta þá um merkingu og innihald. Aðal-
flokkamir em adynata eða impossibilia, á þýzku kölluð IIn-
möglichkeitsmotive, og af þeim flokki eru öll dæmin hjá
Kormaki; hinn aðalflokkurinn em heimsendaminni, en vita-
skuld geta minnin auðveldlega færzt frá einum flokki til
annars. Eftir vettvangi má greina:
1) Eiða: sáttareiða manna eða þjóða, hljóðskrafseiða elsk-
enda. Alþekktur er formálinn, að eitthvað skal haldast, meðan
náttúran fylgir sinni rás, t. d. svo lengi sem vindur blæs,
hani galar, máni skín, eða svo lengi sem vindur rekur ský
og gras grær, baðmar laufgast, sól kemur upp og veröld
stendur.1) Annað dæmi er sáttmáli Væringjahöfðingjans Igors
og Býzanzmanna 845: „Vinátta vor skal ekki þverra, meðan
sól skín og heimurinn stendur, nú og í framtíðinni.“2) En
ef slíkum formála er snúið við, segir eiðurinn til þess, að hann
skuli haldast, þangað til náttúran hafnar sinni réttu rás, þ. e.
að hann skal aldrei rofinn, og þá koma heit svo sem þau sem
Kormakur veitir Steingerði í 19. og 61. vísu.
2) Frá þessu verða ekki sundurgreind lofsyrði um menn
eða konur, fullyrðingar, að aldrei muni slíkur maður eða kona
uppi vera, og formálinn er með sama móti og áður. Dæmi
þessa eru vísur Hallfreðar og Arnórs.
3) Helgisögur, þar sem sagt er, að manni er ekki fyrir-
gefin synd fyrr en eitthvert undur hafi gerzt e. þ. h.
4) Lýsing á undrum þeim sem verða við heimsendi, og
eru einstök atriði sams konar í fyrrnefndum formálum. Hér
!) Sjá Skími 1965, 180—81.
2) Nestors kronika.