Skírnir - 01.01.1966, Side 189
Skírnir
Kormakur skáld og visur hans
187
má ef til vill bæta við spádómum, sem ýmist lúta að hinum
efstu dögum eða þá náttúruundrum framtíðar, en í lýsingum
svartsýnismanna blandast þessi minni líka stundum lýsingum
samtíðar þeirra.
5) Víða þegar guðir eru lofaðir, er nefnt þeim til hróðurs,
að þeir hafi vald á náttúrunni. Vald yfir einhverjum slíkum
breytingum náttúrunnar geta menn líka stundum öðlazt vegna
trúar sinnar (flytja fjöll), bæna eða galdra. f særingum eru
stundum likir formálar og í eiðum. Hér á eftir verður ekki
getið atriða þessa liðar, nema þegar sömu minnin koma fyrir
sem í fyrrgreindum tilvikum.
6) Allt er þetta alvarlegt. En svo er því snúið í gaman, og
koma þá upp kímilegar kynjasögur (ferð Þórs til tJtgarðaloka),
allt þar til úr verða hrein öfugmæli. Hvert mannsbarn kannast
við öfugmælavísur, svo sem „Séð hef ég köttinn syngja á bók,“
o. s. frv. Þvílíkur öfugmæla- eða fjarstæðukveðskapur er al-
þekktur erlendis; læt ég mér nægja að nefna dæmi þessa úr
bók Curtiusar: Europaische Literatur und lateinisches Mittel-
alter, 1958, 102—06, riti sem nú er í tízku og stórum ofmetið.
f því sem á eftir fer, verður slíku efni alveg sleppt.
Nú er kominn timi til að hyggja að einstökum minnum.
Verður öll áherzla lögð á þau, sem fyrir koma í vísum Kormaks
eða þá þau afbrigði, sem skyldust virðast vera. Aðalminni
eftirfarandi rannsóknar eru þá þessi:
A^. Lönd sökkva í sæ (61. v.).
Ao. Fjöll sökkva í sæ (61. v.). Tilbrigði af þessu eru aðrar
hreyfingar sævar og fjalla.
B. Hellur fljóta sem korn á vatni eða steinar fljóta.
C. Þjóðár renna upp í móti.
Fyrst af öllu skal hyggja að efninu i 61. vísu Kormakssögu,
þar sem bæði segir, að fjöll sökkvi og steinar fljóti. Andreas
Heusler1) og Fredrik Paasche2) hafa bent á línur í kvæðum
eftir Hóraz, sem líkjast henni. Hyggur Paasche, að vísan sé
Altgermanische Dichtung1 181, 2 191.
2) Norges og Islands litteratur indtil utgangen av middelalderen,
1924, 202—03.