Skírnir - 01.01.1966, Qupperneq 190
188
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
ort af latínulærðum klerki, sem þekkt hafi kvæði Hórazar.
Aftur á móti kveður Heusler svo að orði: „Die Stelle Kormáks
Str. 42 Heitask hellur fljóta. . . zielt nicht auf die Völuspá;
sie enthált — gegen Olrik, Ragnarök (1922) 23, 46 f. —
nicht Weltuntergangs- sondern Unmöglichkeitsmotive,
‘Adynata’. ‘Impossibilia’, und zwar in naher, erklarungs-
bedurftiger Ubereinsstimmung mit Horaz, Epoden 16, 25:
Simul imis saxa renarint vadis levata . .. (quando Padus
Matina laverit cacumina) in mare seu celsus procurrerit
Appenninus (fœrask fjöll in stóru í djúpan œgi).“
En hér er bæði eitt og annað athugavert. Menn segja frá
heimsundrum við lok veraldar, menn kunna að eigna goðum
stundum hin sömu heimsundur. Sama minnið kann að hvarfla
milli flokka (eða lífsatvika), eins og þegar skáld segir til
frægrar konu, að jörð muni sökkva, áður en önnur jafnfögur
henni fæðist, eins og Kormakur, eða menn vinna þann eið,
að þeir snúi ekki heim á leið fyrr en fjöll sökkvi í hafið, eins
og segir í vísu Hórazar. Svo líkt er efnið, og þó stendur öðru-
vísi á. En ef mönnum skyldi þykja orð Heuslers hníga í þá
átt, að minni þeirra tveggja heimilda, sem hann ber saman,
séu alveg hin sömu, þá ættu menn að lesa kvæði Hórazar frá
upphafi til enda, og mundu þeir þá sjá mun á kvæðunum:
þeir mundu sjá, að kvæði Hórazar er löng þula með miklum
atriðafjölda, og koma fæst þeirra fyrir hjá Kormaki.
En nú mætti spyrja, hvort minnin í vísu Kormaks væru
svo feikna fágæt. Er engin önnur heimild en kvæði hans og
kvæði Hórazar, þar sem þessi atriði komi fyrir? Fortakslaust
væri vert, að hugað væri að því. Hér skal ég nú nefna það
helzta, sem ég hef rekizt á annarstaðar, og væri þar þó um-
bótar þörf, en svo ófullkomin sem þessi skrá er, má hún þó
koma að nokkru liði.
A. Lönd sökkva í sæ. Þessi hugmynd hefur auðsjáanlega
verið alþekkt norður hér í fornöld. Völuspá segir, að Bors
synir ypptu bjöðum í öndverðu, að fold seig í mar í ragna-
rökum, og loks kom hin nýja jörð aftur upp úr hafinu. Án
efa hefur skáldið þessar hugmyndir eftir gömlum heimildum,
og hefur þessi ferill jarðarinnar vafalaust verið víðkunnur