Skírnir - 01.01.1966, Side 191
Skímir
Kormakur skáld og vísur hans
189
hér á norðvesturhjaranum.1) En auk þeirra sagna eru aðrar
álíka með Indverjum, Grikkjum og Keltum.2)
Dæmið úr kvæðum Hórazar (Epode 16, 25) var fyrr nefnt.
Á öðrum stað minnist hann á, að fyrr hnígi himinn undir
sæ og jörðin þenjist út en þú getir varizt ástarbruna (Epode
5,77).
Á fyrra hluta miðalda gekk viða um Vesturlöndin forspá,
sem ef till vill hefur orðið kunnust í ritum Beda prests hins
fróða. Síðar á miðöldum má ætla, að hún hafi orðið kunn
hér á landi. Á víkingaöld er ekkert ólíklegt, að hún hafi verið
þekkt nokkuð meðal víkinga þeirra, sem fóru til annarra landa.
Nú skal rekja nokkur atriði hennar: „Þessir dagar eru nálægir
enda heims þessa. Á hinum fyrsta degi hefr sjórinn sik
fimmtíu álna hæra hinum hæstu fjpllum og svá q11 VQtn
munu upp hefjask ok standa svá sem veggr um allt jarðríki.
Á oðrum degi mun sær niðr falla ok VQtn munu þorna ok
niðr falla allt til neðstu djúpa í helvíti, svá at varla má sjá
ofan á . . . Á x. degi munu q11 f jQll ok hólar snúask í sléttur. . .“3)
Ef menn skyldu vilja gera sér í hugarlund, hvort kvæði
Hórazar hefði haft betri skilyrði að öðlast útbreiðslu meðal
víkinga en spásaga um furður við upphaf heimsendis, þá þarf
ekki í grafgötur um það að ganga, það er spásagan.
Ýmsum þjóðum hefur verið það hugstætt, að sjór breyttist í
þurrlendi. Það kemur fyrir með EgyptumA) 1 Biblíunni eru
ýmis dæmi, svo sem: Sálm. 66,6; Nahúm 1,4; Opinb. 21,1.
Einnig eru auðfundin dæmi frá Rómverjum, t. d. úr kvæðum
Propertiusar og Virgils.5)
Þar sem hálent er eða fjöllótt, verða fjöllin einhver hin
gleggstu tákn alls þess í heimi og náttúru, sem er traust og
varanlegt. Jahve er sagt það til lofs, að fjöllin skulfu eða
nötruðu fyrir augliti hans (Dómarab. 5,5; Jes. 64,2) —
sama segir um Þór. Á ýmsum stöðum er talað um að flytja
!) Sjá Axel Olrik: Ragnarök, 1922, 22 o. áfr.
2) Sjá registur við bók Olriks, s. v. Erde, 479.
®) Sbr. Alfræði íslenzk I 59; Nölle, PBB 6 (1879), 413 o. áfr.
4) Sjá H. Gressmann: Altorientalische Texte zum Alten Testement2 47.
5) Sjá Schröder, 1, 113—14.