Skírnir - 01.01.1966, Síða 192
190
Einar Öl. Sveinsson
Skírnir
fjöll, svo er meðal Egypta í bæn fyrir Echnaton konungi (sjá
hér á eftir C, bls. 191). 1 indversku söguljóðunum Mahabharata
segir Krisjna við konu sína, að þó að Himalaja flyttist til og
himinninn hryndi, mundu orð hans þó ekki til einskis sögð.
Víða er talað í Biblíunni um að flytja fjöll, sjá einkum Matth.
17,20; I Kor. 13,2; Job 9,5; Jes. 54, 10 (um Jahve). Þá er
alþekkt, að sagt sé, að fjöllum sé sökkt eða þeim kastað út í
hafið, Matth. 21,21; Sálm. 46,3; Opinb. 8,8.
Þeim mönnum, sem bjuggu á meginlandi, var ekki eins
hugstætt hafið, og sköpuðu þeir hugmyndina, að f jöll og dalir
yrðu að jafnsléttu. Þannig spáir Jesaja (40, 4): „Sérhver dalur
skal hækka, hvert fjall og háls lækka, hólamir skulu verða
að jafnsléttu og hamrarnir að dalagrundum.“ Sjá ennfr. Jes.
42,16; Sak. 4, 7.
1 Chinesische Meistemovellen (1950) hefur Franz Kuhn
þýtt sögu (hina fyrstu í safninu) eftir sögulegri kínverskri
skáldsögu Tung tschou liá kwo tschi, sem út var gefin 1752
af Tsai Yúan Fang. Þar segir ráðherra, sem varaði keisara
sinn við ýmsum náttúruhamförum: „Fjöll hrynja,“ mælti
hann, „og ár þorna, iður jarðar nötra; hæðir falla niður og
láglendi skelfur: allt þetta er ills viti fyrir keisaraættina."1)
En þetta minni má rekja lengra aftur þar í Miðríkinu. A.
Waley hefur þýtt kínversk kvæði;2) i einu þeirra sverja tveir
vinir hvor öðrum ævarandi tryggð, þangað til fjöll verði að
sléttri gmnd, ár þomi upp, en himinn og jörð renni saman í
eitt.
B. Steinar fljóta á vatni.
Rómverjar. Horatius, sjá áður, bls. 188.
Miðaldadans, sjá S. Bugge, Aarboger f. nord. oldk. 1889, 7;
Danm. gl. Folkeviser VI, 143—44; Child, Popular Ballads II,
437; A. Olrik: Ragnarök 47.
Frakkar. Karlamagnússaga (Landrésþ.) 56: „heldr er hon
svá mikil gorningakona, at grjótit fljóti, en fjaðrar sokkvi til
gmnna“ (v. 1. hon má láta grjótit ...).
J) Eftir J. Carney: Studies in Irish Literature and History, 1955, bls.
237—40.
2) A Hundred and Seventy Chinese Poems, London 1920, 37.