Skírnir - 01.01.1966, Síða 193
Skírnir
Kormakur skáld og vísur hans
191
Rússar. Valdimar Garðakonungur gerði árið 985 frið við
Búlgara. Þar var tiltekið, að sá friður skyldi haldast „þangað
til steinar tækju að fljóta á vatni og humall sykki til botns“
(Nestors kronika). Um ýmsar þjóðir í Rússlandi, svo sem
Tsjermisa, Votjaka, Mordvina, Tsjuvassa, segir, að þeir nefndu
margvísleg heimsundur i særingum: „Veikindi þessi skulu
ekki þjá sjúklinginn fyrr en steinn og jám taka að fljóta á
vatni eða dúnn sekkur í sæ eða hafið þornar upp“, og þannig
er haldið áfram.1)
Rolf Franz Schröder nefnir nokkur dæmi frá seinni öldum.2)
C. Ár renna upp í móti.
Alþekkt í ritum rómverskra skálda: Propertius, Horatius,
Ovidius, Tibullus, Virgill.3)
Grikkir. Evripides Medea (418, kór): „Uppsprettulækir
hinna heilögu elfa streyma upp í móti, og trú og dyggð er
snúið við.“4) Kvæði um París og Oenone: „Fyrr munu ár
renna upp í móti, en París getur lifað án Oenone“. Þetta
kemur einnig fyrir í kvæði eftir Ovidius um París og Oen-
one.5) Appollinius Rhodius nefnir og slíkt og marga aðra
fjarstæðu.6)
Rússar. Árið 1071 er getið um falsspámann, sem sagði, að
Dnépr mundi renna upp í móti eftir fimm ár og lönd færast
til (Nestor).
Egyptar. Bæn fyrir Echnaton til sólguðsins við dauða kon-
ungs um 1350 f. Kr.: „Láttu hann vera hér (í Amama),
þangað til svanur verður svartur, en hrafn hvítur, þang-
að til fjöll taka að flytjast til og vatn að renna upp í
móti.“7) Annað egypzkt dæmi: hirðmenn segja við konung
sinn: „Ef þú mæltir við föður þinn, Nílfljótið, konung goðanna:
!) Uno Holmberg [Harva]: Die Religion der Tschermissem [FFC 61],
bls. 195.
2) Sjá Schröder 1,118 o. áfr.
3) Schröder 1,125—28. Dæmi frá miðöldum eða yngri, Schröder, sama
rit 128 o. áfr.
4) F. R. Schröder 1, 125—26.
5) Rugge: Vikingerne I, 299, sem vitnar til rits Heibergs, Eros.
e) Schröder 1, 128.
7) F. R. Schröder, 1, 124.