Skírnir - 01.01.1966, Síða 195
Skírnir
Kormakur skáld og vísur hans
193
ráða nokkuð um aldur vísnanna. Það reyndist og svo. Öefað
eru rök málssögunnar þar traustust og fjölþættust, og virtust
þau fortakslaust leiða að þeirri niðurstöðu, að allmikið af
vísunum væri gamalt, t. d. frá 10. öld. Aðrar vísur virtust
ekki geta verið það, að minnsta kosti í þeirri mynd, sem þær
eru nú í. Nokkrar aðrar vísur eru grunsamlegar, eða þá hlutar
þeirra. Og loks var margt vísna, sem ekki var unnt að koma
auga á, að rök væru til, hversu gamlar eða ungar þær væru.
Bragfræðin virtist yfirleitt koma heim við rök málssögunnar.
Loks var fjallað um efnisminni, sem fyrir koma í vísum
sögunnar og menn hafa ráðið af, að þær hinar sömu vísur
væru yngri en frá dögum Kormaks. Mig hefur löngum grunað,
að hér skorti á, að saman væru dregnar hliðstæður og athug-
aðar, og mundi þá koma í ljós, að þessi rök væru marklaus.
Reynslan sýndi það þá einnig.
Líklegt má þykja, að eitthvað meiri vitneskju megi fá um
afstöðu vísna og óbundins máls með nákvæmara samanburði
þessara tveggja þátta sögunnar.1) Þetta viðfangsefni verður
þó að bíða betra tóms eða annarra rannsakanda en þess, sem
hér heldur á pennanum.
Að lokum þykir rétt að bæta hér við nokkrum varnaðar-
orðum. Vera má, að menn skilji það, sem hér hefur verið
sagt um aldur sumra vísna, að þær muni helzt vera frá 10.
öld, og þar með telji sá er þetta ritar víst, að þær hinar sömu
séu allar ortar af Kormaki. En slíkt treysti ég mér ekki til
að fullyrða fyrir fram. Þó vaxa líkur þess, þegar blær og
skáldskapareinkenni eru lík. Þar til kemur svo, að ein vísa
fléttast stundum við aðra að efni til. Mætti þykja meiri líkur
til, að eigna mætti Kormaki mikinn hluta vísnanna en annars
er vant að vera í ýmsum öðrum skáldasögum. Má ef til vill
nefna hér Kormakssögu við hlið Egilssögu, þó að ekki beri
vísurnar annars dæmi um lík skáld.
Enn má spyrja, hvort ekki kunni að vera fleira en mis-
sagnir efnis, sem greini sundur vísur og óbundið mál. Svo er.
Enginn, sem nokkurt skynbragð ber á fornan kveðskap, get-
L Sbr. Isl. fornr. VIII, xciii. Þórveigarskipið, 8. kap. o. fl.
13