Skírnir - 01.01.1966, Síða 196
194
Einar Öl. Sveinsson
Skírnir
ur gengið þess dulinn, að þegar leitað er lýrisks kveðskapar
meðal dróttkvæða, er kveðskapur Kormakssögu hvað fremstur
í flokki. Auðvitað eiga ekki allar vísur um það óskilið mál,
og má því margt valda, sem ekki er ástæða að fjölyrða á
þessum stað. En hið bezta í vísum þeim, sem sagan eignar
Kormaki, er gætt ljóðrænni fegurð, sem er með sérstökum
blæ, er margur Islendingur hefur tengt við hið írska nafn
hans og keltneska ætterni, sem ótvírætt er um að ræða. Ég
læt hjá líða að rekja þetta nánar hér, enda gerist þess ekki
þörf. Ef einn maður hefði ort vísurnar og samið söguna,
mætti ætla, að í henni gætti hinnar sömu ljóðrænu og í vísun-
um. Þessu er ekki svo háttað. Sagan er að anda alveg óróman-
tísk, í hvaða merkingu sem menn vilja taka það orð. Hún er
óvenju sneydd öllu slíku. Frásögn hennar er á ýmsum stöðum
hreint ekki með öllu ólík sagnainntökum í Landnámu, og
þó gefa nærri öll atriði sögunnar tilefni til þess, að þau fái
á söguritarann og þess gæti í frásögninni á vísvitandi hátt.
Ég er ekki þar með að segja, að hann sýni ekki hér og þar
skilning á efninu, en skilningur er annað en tilfinningu gædd
tjáning. Jafnvel í beztu köflunum, svo sem frásögninni af
fyrsta fundi þeirra Kormaks í Tungu eða fundi þeirra hjá
kotbænum, nýtur höfundurinn einfaldleika frásagnar, ekki
tilfinningar listamanns, sem kann og veit. Og víst er, að orðið
„rómantík“ á ekki við frásögn hans.
Þannig er þá enn einu sinni fundinn meginmunur á sundur-
lausa málinu og hinu samfasta í Kormakssögu.
Ekki verður hjá því komizt að víkja hér að þeirri kenningu,
að vísur sögunnar, þær sem eignaðar eru Kormaki, séu stæl-
ingar á kveðskap trúbadúra og þrungnar af þeim hugsunar-
hætti miðalda, sem nefndur hefur verið „amour courtois".
Að vísu ætti athugun sú á aldursmerkjum, sem gerð var hér
að framan, að gera hugleiðingar um áhrif frá trúbadúrakveð-
skap ekki bráð-aðkallandi, en svo að ekkert sé undan fellt,
þykir mér rétt að drepa þó á þetta efni hér, en ekki er ástæða
að fjölyrða um það.
Hugtakið „amour courtois“ (enska „courtly love“) er að
öllu samanlögðu svo vel skilgreint í bókum sérfræðinga í þeim