Skírnir - 01.01.1966, Síða 197
Skírnir
Kormakur skáld og vísur hans
195
löndum, þar sem þessi hugsunarháttur tíðkaðist, að óþarft er
um að villast, en á því er raunar hætta, ef fyrirbrigðinu er í
fljótheitum gefið íslenzkt nafn, og læt ég það hjá líða hér.
Vonlaust er við þetta efni að eiga, nema menn kunni skil
fjölbreyttra og næmt mótaðra blæbrigða ástakveðskapar og
ástaheimspeki. En hér er ekki kostur fjölyrða um það.
f útgáfu minni hafði ég kveðið svo að orði vegna líkingar
með vísu Kormaks og Hórazar: „Margt kemur hjá slíkum
skáldum (þ. e. ástaskáldum) í einn stað niður, þó að þeir lifi
undir öðrum himni og á annari tíð og viti hvorugur til ann-
ars.“ Á öðrum stað kvað ég svo að orði, að Kormakur væri
fyrirrennari hinna suðrænu trúbadúra. Auðsætt er, að í þessu
er ekki fólgin skýring, en í því er fólgin nokkur lýsing, ef
menn kunna að skilja. Vitaskuld er fyrirrennari allt annað
en eftirlíkjandi. Og fyrirrennari getur verið gjörólíkur um
meginatriði því sem á eftir fer, þó að eitthvað sé sviplíkt.
Það er auðvitað mál, að hér er ekki unnt að fara mörgum
orðum um kvæði trúbadúra eða „amour courtois“. En ef til
vill leyfist mér að vitna hér í ritgerð eftir Alexander J.
Denomy, þar sem hann á efstu árum sínum (Speculum 1953,
hann dó 1957) var svo sem að líta aftur yfir fyrri, nærri
ævilangar rannsóknir á þessu fyrirbrigði. Hann gefur eins
konar skilgreiningu á hugmyndinni: „Courtly love (amour
courtois) er tegund af munaðarlegri ást, og það sem greinir
hana frá öðrum tegundum kynferðislegrar ástar, frá ástríð-
unni einberri, frá svonefndri platónskri ást, frá hjónaást, er
tilgangur hennar og markmið, yfirlýst stefna hennar, en það
er þróun og vöxtur elskhugans í mannkostum, verðleika og
gildi.“ Menn beri þetta saman við andann í kveðskap Kormaks:
það á ekkert skylt hvort við annað.
Denomy hefur í þessari sömu grein margar fleiri athuga-
semdir, sem veita nánari skilning á þessu og sýna mörg atriði
í ástaskáldskap á ýmsum stöðum í veröldu, sem eru næsta
lík atriðum, sem koma fram í kveðskap, hugsun og mannlífs-
atvikum, mótuðum af „amour courtois“. Og þó er fjarri lagi
samkvæmt skoðun Denomys að ætla sér að draga þessi minni
eða atvik í dilkinn „amour courtois“.