Skírnir - 01.01.1966, Síða 198
196
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
Þessum kafla má vel ljúka með orðum W. P. Kers um
Kormak, hvort sem menn fallast á allt sem hann segir eða
ekki: „Kormakur var of óheflaður og eðlilegur fyrir rómantík,
og rómantísku skáldin urðu að gera hetjur sínar laglegri og
sjá fyrir giftusamlegum sögulokum. En sagan af óhamingju-
samlegri ást skáldsins var orðin öllum kunn."1)
XI.
Þá skal fara nokkrum orðum um þá kenningu, að Kormaks-
saga sé til orðin vegna áhrifa frá Tristanssögu, Trístanssaga
sé jafnvel fyrirmynd hennar. Hér gegnir þó líku máli og
um vísur sögunnar, að Kormakssaga virðist eldri en þýðing
bróður Róberts af Trístanssögu (1226), og vantar þá millilið
milli frönsku kvæðanna og sögunnar. En þar með er ekki allt
upp talið. Mikið skortir á verulega líkingu með söguefnunum.
Því að vitanlega er „þríhyrningurinn“ til um allar jarðir í
ritum, eins og hann er algengur í heimi veruleikans.2) En
ef litið er á meiri háttar atvik Trístanssögu, þá gegnir sama
máli: þau eru ekki endurtekin í Kormakssögu. Að vísu kemur
fyrir einvígi í Trístanssögu, og mörg í Kormakssögu, en með
þeim er enginn svipur. Þar að auki hafa einvígi verið ofboð
alþekkt meðal Islendinga og annarra Norðurlandahúa. Má vísa
um frásagnir af því til Landnámu. Sama er hjá Saxo, í War
of the Gaedhil with the Gaill, í Nestorskroniku, Hildehrands-
lied; önnur dæmi eru auðfundin.
Gertrude Schoepperle bendir í bók sinni Tristan and Isolt
á tvö smáatriði, sem lík séu i Trístanskvæðunum og Kormaks-
sögu, og hafa aðrir einnig vikið að þeim síðar. Annað (I, 222)
eru hin hvössu blöð, sem getur í kvæði Eilharts af Oberge um
!) Epic and Romance, 1957, 281.
2) Ef til vill er ekki fjarri lagi að vitna hér í orð J. Douglas Bruce
í Evolution of Arthurian Romance I 174 nm 33 um Tristanssögu: „It
has been remarked that the whole character of this great love-story,
with its dreieckiges Verháltnis (husband, wife, lover), is manifestly French,
and, consequently, could only have entered into the Tristan tradition after
the French writers began to handle the theme. But adultery has been a
favorite theme of romances, both written and oral, in all parts of the
world.“ (Skáletrun E.Ó.S.)