Skírnir - 01.01.1966, Side 199
Skírnir
Kormakur skáld og vísur hans
197
Tristan og voru ætluð til að særa Tristan og koma upp um
ástir hans og drottningar. En í Kormakssögu er sverð sett í
dyr, en Ijár hinum megin, auðvitað í allt öðrum tilgangi, að
gera Kormaki mein og skömm, án þess þeir sem þetta frömdu,
hefðu sjálfa sig svo mjög í frammi að sinni. Þetta hefur verið
alþekkt og ef til vill alvanalegt á Islandi, svo sem lög sýna:
„Hvargi er maðr hefir komit vápni sínu, þá seksk hann eigi,
þótt annarr maðr skeinisk á ok hafi hann eigi sjálfr á haldit,
ef þat berr kviðr, at hann vildi eigi skaða hans af ok hann hafði
þar komit vápninu, er hann vætti engum manni skaða af .. .
Ef maðr festir vápn sitt þar er sjálft fellr ofan ok fái maðr
skaða af, ok ábyrgisk sá er upp festi.“ „Ef maðr ræðr um
mann drepráðum eða sárráðum eða banaráðum, ok varðar
fjgrbaugsgarð, ef eigi komr fram, en skóggang, ef fram komr ...
Ef maðr ræðr um mann drepráðum eða sárráðum eða áljóts-
ráðum, hverigu þeira sem hann ræðr,ok skal um þau sœkja sem
fram koma, þó at hann réði þar drep eða sár, er ben komr
fram ... Þau eru ráð svá, at maðr svá ræðr um annan, ef
hann mælir þat fyrir mgnnum nokkut, at hinn sé þá bana at
nær, en heilendi at firr, ef þat kvæmi fram er hann mælti.
Þat eru ok áljótsráð eða fjgrráð, ef hann gildrar til þess, at
vápn skyli sjálf falla á mann eða fljúga at honum eða annarr
váði nokkurr .. t) Hér þarf ekki fleiri vitna við: hér er rætt
um alþekkt og algengt atvik, og þarf því ekki þeirra að leita í
útlendum bókum, og Gertrude Schoepperle nefnir þetta ein-
mitt sem dæmi þess, hve víða slík minni geti komið fram.
Hitt dæmið er frásögnin af víkingnum, sem nemur brott
Steingerði úr höndum bónda hennar.2) En hér er þess að
gæta, að brottnám kvenna hefur verið ærið algengt á víkinga-
öld og raunar síðar, og er þarflaust að rekja dæmi þess. Meðal
víkinga hefur það brottnám oftast farið fram á skipum. En
auk þess sem þetta efni mátti auðveldlega sækja í veruleikann,
eins og nú var sýnt, vantar í Kormakssögu allt það, sem ein-
kennir frásögnina í Trístanssögu (gerð Tómasar).
Hér á undan var vikið að því, að rétt væri að minnast þess,
x) Grág. I a 166, II 369—70 sbr. Ia 184, II 334,355.
2) Schoepperle, fyrrgr. rit II 544.