Skírnir - 01.01.1966, Side 202
200
Einar Öl. Sveinsson
Skírnir
eru gæddar undursamlegri fegurð vors og æsku og ungrar
ástar. Leyndardómur skaplyndis hans veldur því, að hún
nemur ekki staðar hjá honum, hann situr heima á brúðkaups-
degi þeirra.
Hvers vegna gerir hann það? Er það aðeins hverflyndi
listamanns, sem sækist ákaft éftir því, sem ekki liggur í hendi
hans, en missir hug á því, sem honum er veitt? Sagan segir, að
seiður Þorveigar hafi valdið. Er hugsanlegt, að sefjun seiðsins
hafi stolið hann magni? Gjarnan vildum vér vita þetta, og
gjarnan vildum vér skilja betur vísurnar, sem hann kveður
í kotinu og innsigla lánleysi hans.
Um ást Kormaks hefur norska skáldið Hans E. Kinck
skrifað fræga ritgerð. Hann lýsir afbragðsvel hinu undarlega
skaplyndi Kormaks:
„En í Kormakssögu er hetjan skáld. Hún fjallar um ótta
ástarinnar, um skyndilegt hugleysi, þegar elskendumir tveir
hafa náð takmarkinu. Brúðguminn sækir ekki hrúðkaup sitt
og þeirrar, sem hann elskar, að ástæðulausu og skýringarlaust.
Og einkum: án þess þriðji maðurinn hafi komizt milli þeirra.
Það er aldrei neinn þriðji maður milli þeirra! Kormakur brenn-
ur af ást til Steingerðar alla ævi. En hann snýr aftur í hvert
skipti sem hann getur eignast hana. „Brigðmæli“ kallar
sagan þetta hverflyndi. Barátta að vinna þá sem hann elskar,
ekki að eiga hana, þannig er ást Kormaks. Hann nemur staðar,
þegar komið er að markinu: ótti, hugleysi. Enginn land-
skjálfti! en það er eins og þegar gamlir horgarmúrar molna,
kyrrlátlega, draugalega . ..“
Kinck reynir að grafast dýpra: Kormakur er skáld. 1 þvi er
það fólgið, að persóna mannsins og konunnar hverfur, í stað-
inn kemur listamaðurinn, sem gerir konuna að fyrirsætu.
Kinck minnir á þá sögu, sem Ibsen segir í síðasta leikriti sínu:
„Nár vi dode vágner“. Kormakur er skáld, sem missir af ást
sinni með því að kveða um hana. Hún hættir að verða hin
elskaða kona, í línum hins dýra dróttkvæða háttar verður hún
að skáldskaparefni. „Það er kjarni þessarar ástasögu, það er
sorgarleikur listamannsins og mannsins.“
Óefað er hér snert á mikilvægu atriði, hvort sem fleira