Skírnir - 01.01.1966, Page 204
BERGSTEINN JÓNSSON:
PRESTAR Á ALÞINGI.
1845 — 1945
Senn eru liðin þúsund ár, síðan forfeður vorir lögtóku
kristna trú. Þótt þeir gerðu það neyddir af erlendum aðila
og formið væri eins konar gerðardómur hyggins trúleysingja,
efar enginn, að þá var stigið merkilegt spor fram á við í átt
til menningar og andlegs þroska.
Annað mál er það, að trúarlíf Islendinga hefur lengst af
dregið dám af því, hvernig til kristnitökunnar var stofnað, —
svo og til siðaskiptanna á sextándu öld. Má minna á, að
trúarleg móðursýki af þeirri gerð, sem heittrúarmenn kalla
gjarnan vakningu, hefur svo til aldrei gripið um sig hérlendis.
Það væri þá helzt um daga Guðmundar hiskups góða, og
flestir hugsa með óblandinni skelfingu til þeirra tíma. Sára-
fáir Islendingar hafa bakað sér óþægindi með trúarskoðunum,
sem brutu í bága við formúlur andlegra eða veraldlegra yfir-
valda, og Hólafeðgar eru líkast til hinir einu, sem fyrr létu
líf sitt en trúarsannfæringu.
Islenzka kirkjan er í raun réttri rúmlega hálfri öld yngri
en kristnin í landinu. Getur hún varla talizt stofnuð fyrr en
1056, þegar Isleifur Gizurarson, goðorðsmaður og prestur,
kom heim frá biskupsvígslu.
En hér er ekki ætlunin að rekja sögu kirkjunnar, til þess
er hún langtum of yfirgripsmikil og þekking mín of brota-
kennd, til þess að ég færist slíkt í fang. Ætlunin er að reyna
að rekja einn þátt, ekki ómerkan, í sögu þeirra manna, sem
með menntun eða ævistarfi hafa gengið fleiri eða færri spor
á vegum kirkjunnar, þ. e. lokið námi í guðfræði og / eða
gerzt þjónar kirkjunnar. Á öllum öldum kristninnar hafa