Skírnir - 01.01.1966, Side 205
Skírnir
Prestar á Alþingi. 1845—1945
203
slíkir menn, biskupar, prófastar, prestar og prestlærðir, og á
fyrri öldum einnig ábótar og abbadísir, kanokar, munkar og
nunnur, djáknar og subdjáknar, látið meira og minna að sér
kveða í þjóðmálum.
Vel ætti að vera ómaksins vert að kanna og kynna verald-
leg umsvif íslenzkrar prestastéttar eða prestlærðra manna frá
því á elleftu öld, svo mikil og margþætt sem þau hafa verið.
Kæmi þá allt til athugunar, búsýsla, fésýsla, kaupskapur,
löggjafarstarf, löggæzla, bókmenntastörf og listir. Af nógu
væri að taka, og ugglaust kæmi þá margt athyglisvert á dag-
inn, sem fáa hefur órað fyrir, auk hins marga, sem menn
hafa haft ljóst hugboð um.
Áður en víkur að aðalefninu, þáttöku presta (og óvígðra
guðfræðinga) í störfum ráðgjafar- og síðar löggjafarþingsins,
sem hér tók til starfa sumarið 1845 og hin rómantíska samtíð
gaf að sjálfsögðu nafnið Alþingi (hvers vegna ekki lögréttu?),
skulum vér í fáum orðum rifja það upp, að stjórnmálaafskipti
kirkjunnar manna á nítjándu öld voru engin nýlunda. Þvert
á móti má fullyrða, að þar var um að ræða beint og brota-
laust framhald langs ferils.
Ástæðulaust er að fara mörgum orðum um kaþólska skeiðið
í sögu vorri. Það er alkunna, að kaþólska kirkjan hefur ávallt
og alls staðar skipt sér af öllu í þjóðfélaginu, smáu og stóru.
Er á fátt meira deilt í fari hennar. Má jafnvel segja, að sú
árátta hafi orðið henni að falli á Norðurlöndum og víðar á
sextándu öld; og á síðustu öldum hafa stjórnarvöld kaþólskra
landa iðulega reynt að marka henni bás.
Kaþólskir kirkjuhöfðingjar á Islandi voru oft hinir óþörf-
ustu íslenzku sjálfstæði; en stundum dugðu þeir því samt
manna bezt. Svo vill meira að segja til, að barátta Hólafeðga
fyrir trú sinni og kirkju varð, er stundir liðu, að sjálfstæðis-
baráttu í augum kynslóða, sem komu auga á þá andlegu og
efnahagslegu undirokun, sem sigldi í kjölfar siðaskiptanna.1)
Með siðaskiptunum 1541—1551 hefst hér sú skipan kirkju-
mála, sem síðan hefur í megindráttum haldizt. Sjálfstæði