Skírnir - 01.01.1966, Page 206
204
Bergsteinn Jónsson
Skírnir
kirkjunnar hverfur, hún er ekki lengur ríki í ríkinu, heldur
ríkisstofnun. Þjónum hennar, sem hér eftir eru embættismenn,
hnignar efnahagslega, og samtímis minnkar vegur þeirra.
Hins vegar tekur menntun þeirra greinilegum framförum
á seytjándu öld, og á átjándu öld munu þeir hafa átt
drjúgan þátt í að gera allan þorra landsmanna læsan og skrif-
andi.
Ekki eru stjómmálaafskipti hiskupa og klerka úr sögunni
með siðaskiptunum, þótt áhrif þeirra skertust þá til muna.
En nú líður á löngu, áður eii þeirra gétur næst í stjómar-
andstöðu. Slikt jafngilti raunar drottinsvikum fram undir
miðja nítjándu öld; og alla þá öld virðast flestir íslenzkir
háembættismenn og allmargir óæðri hafa talið það hluta af
embættisskyldu sinni að andæfa stjórninni í engu upphátt.
Kemur sú afstaða berlega fram hjá flestum konungkjömum
þingmönnum á nítjándu öld, og þó óvíða greinilegar en í
lífi og starfi dr. Péturs Péturssonar hiskups.2)
Fyrstu lúthersku biskupamir vom, að Gizuri Einarssyni
undanskildum, smáir í sniðum, enda lítt við afrek orðaðir.
Einn þeirra, Marteinn Einarsson, mun þó hafa afsalað sér
sínu veglega tignarsæti heldur en láta stjómina fara með sig
eins og ómyndugan fáráðling; eftirmaður hans var þeim
mun auðsveipari.
Með Guðbrandi Þorlákssyni og Oddi Einarssyni kveður við
nýjan tón. Var Guðbrandur einkum atkvæðamikill á flestum
sviðum þjóðlífsins lengst af á sínum óralanga embættisferli.
Auk þess að stjórna styrkri hendi kirkju og kennimönnum í
Hólastifti og sjá um stólskólann, var hann athafnamikill
áróðursmaður og útgefandi bóka og bæklinga, blandaði sér í
löggjafarmál og fyrirkomulag dómsmála, verzlun og atvinnu-
mál. Þar á ofan stóð hann áratugum saman í svo mögnuðum
málaferlum út af jarðeignum, að lítt eða ekki gaf eftir þeim
kaþólsku biskupum, sem lengst seildust til fanga.
Á seytjándu öld getur snöfurmannlegra viðbragða Gísla
biskups Oddsonar í sambandi við verzlunarmál, þegar hann
fór utan til vígslu. Síðan kemur Brynjólfur Sveinsson til
sögunnar, og virðist hann löngum hafa verið til kvaddur,