Skírnir - 01.01.1966, Page 210
208
Bergsteinn Jónsson
Skírnir
trúar fyrir hvert kjördæmi, en konungkjörnir fulltrúar voru
þá jafnmargir og endranær, 6.
Með stjórnarskránni 1874 fékk þingið löggjafarvald og
breytti þá skiljanlega nokkuð um svip og eðli. Áður hafði
það setið í einni málstofu, en nú var því skipt í tvær deildir;
þriðjungur þingmanna sat í efri deild, hinir konungkjörnu
og 6 þjóðkjörnir, valdir af sameinuðu þingi.
Árið 1915 var konungkjör þingmanna afnumið, en í stað-
inn komu jafnmargir landskjörnir fulltrúar. Landskjörið var
síðan afnumið 1934, en tekin upp allt að 11 uppbótarþing-
sæti til þess ætluð að jafna metin milli þingflokkanna, sem
höfðu mjög mismörg atkvæði bak við hvern kjörinn þing-
mann. Kallast uppbótarþingmenn landskjörnir, en þeir geta
setið í hvorri þingdeildinni sem er.
Árin 1845—1857 voru þingmenn í orði kveðnu 26. 1
verunni voru þeir samt aldrei fleiri er 25, því að í Vestmanna-
eyjum fyrirfundust engir kjósendur, fyrr en eftir 1857; var
það vegna ákvæða kosningarlaganna um lágmarksfasteign
kjósenda. Á þjóðfundinn tókst þeim samt að senda fulltrúa.
Árin 1859—1873 voru þingmenn 27.
Árin 1875—1902 voru þingmenn 36.
Árin 1903—1920 voru þingmenn 40.
Árin 1920—1934 voru þingmenn 42.
Árin 1934—1942 voru þingmenn 49.
Árin 1942—1959 voru þingmenn 52.
Þá er að gera nokkra grein fyrir því, hvað átt er við með
prestum og guÖfræSingum, þótt flestum muni finnast slík
greinargerð hálfgildings hótfyndni; en þetta liggur ekki eins
ljóst fyrir og ætla mætti í skjótu bragði. Víst er samt, að
prestar teljast þeir, sem einhvern tíma ævinnar voru vígðir
til prestsstarfa, hversu sem menntun þeirra var háttað.
Guðfræðingar teljast þeir, sem luku prófi frá háskóla, hvort
sem er í Kaupmannahöfn eða á íslandi (eftir 1911); svo og
Prestaskóla Islands (1849—1911). Auk þeirra sem lokið höfðu