Skírnir - 01.01.1966, Side 211
Skírnir
Prestar á Alþingi. 1845—1945
209
slíku guðfræðiprófi (candidati theologiæ), höfðu Bessastaða-
stúdentar og þeir, sem brautskráðir voru úr heimaskóla fyrir
1846 (er réttindi slikra skóla hurfu úr sögunni), rétt til prests-
embætta, en þeir kölluðust annars stúdentar, ef þeir tóku
ekki vígslu. Allmargir slíkir stúdentar urðu þingmenn fyrsta
kastið, en hér eru þeir ekki taldir með í eftirfarandi yfirliti,
þótt þeir verði lauslega taldir upp, áður en lýkur. Loks var
til, að menn fengju sérstakt leyfi til prestsskapar, þótt þeir
hefðu engum tilskildum prófum lokið, og varð einn slíkur
þingmaður. Er hann hér til presta talinn, þótt hann vígðist
ekki, fyrr en þingsaga hans var á enda runnin.
Að þessu inngangsspjalli loknu er rétt að snúa sér að
aðalefninu, þ. e. yfirliti um þá presta og guðfræðinga, sem
fylltu tölu virðulegra ráðgefandi fulltrúa hans hátignar 1845—
1874 eða eftir það áttu þátt í löggjafarstarfi með sömu hátign
a. m. k. til 1940, en í orði kveðnu til 1944. Til þess að fylla
út í ófullkomna mynd hefur sá kostur verið valinn að tilfæra
samtímaummæli, sem varðveitzt hafa um suma þeirra í
blöðum, einkum frá nítjándu öld. Ber þá fyrir fram að afsaka
tvennt: Það að stundum er mest dvalið við útlit manna; og
að stundum eru palladómarnir, sem í er vitnað, ekki sem
góðviljaðastir þeim, sem um er að ræða.
Alls sátu 372 menn á Alþingi (og þjóðfundinum 1851)
þá rúmu öld, sem hér ræðir um. Sumir voru þar aðeins
skamma hríð sem varamenn; allmargir, eða 18 talsins, voru
einungis á þjóðfundinum; aðrir aðeins á einu þingi. Þá voru
þeir, sem við kjöri tóku eða kjör hlutu, en komu aldrei til
þings; má þar á meðal nefna Sveinbjörn Egilsson rektor, sem
Reykvikingar kusu fyrstan þingmann sinn, en hann afsagði
þingsetu, og sr. Friðrik Eggérz, sem Snæfellingar kusu 1852
til setu á þingunum 1853, 1855 og 1857, en alltaf afsakaði sig
frá þingför.
14