Skírnir - 01.01.1966, Síða 212
210
Bergsteinn Jónsson
Skirnir
Konungkjörnir þingmenn sátu á þingi 1845—1915. Þeir
voru, eins og fyrr segir, jafnan 6, þar af 2 úr hópi andlegra
embættismanna. Var þess lengst af allvel gætt.
Alls urðu konungkjörnu þingmennirnir 43, þar af 11
guðfræðingar (2 þeirra voru óvígðir, en annar þeirra var
prestaskólakennari og lektor). Þessir menn voru, taldir í tíma-
röð:
Helgi Thordersen biskup sat á þingi samfleytt 1845—1865.
Hann var reyndar dómkirkjuprestur í Reykjavík sumarið
1845, en var þá um haustið skipaður biskup eftir Steingrím
Jónsson og fékk vígslu sumarið 1846. Helgi þótti aðsópsmikill
kennimaður, en hann var heldur atkvæðalitill biskup, enda
farinn að gefa á milli um þær mundir. Árið 1859 segir
Sveinn Skúlason svo um hann í heldur Ijúfmannlegum dómum
um þingmenn í blaði sinu6): „Biskup Helgi talar sjaldan,
en langt og oftast mikið um sjálfan sig; honum er farið að
förlast nokkuð svo, og minnið brestur. Hann er hinn frjáls-
lyndasti í öllum málefnum, er lúta að því að koma á fót
embættismannaskólum í landinu sjálfu, en víðast hvar annars
staðar fylgir hann ímyndaðri skoðun stjómarinnar á málun-
um.“ — Hér er raunar gripið á frægu kýli, sem einkenndi
flesta konungkjörna þingmenn þessara tíma. En ólíklegt
verður að telja, að Helgi hefði að eigin fmmkvæði blandað
sér í stjórnmál, sem hann virðist hafa verið heldur frábitinn.
Rómuð mælska hans hefur án efa betur notið sín í kirkju en
á þingi, eða ef dæma má eftir húspostillu hans, betur í eigin
flutningi en á prenti. En slíkt er ekki einsdæmi um mælsku-
menn. Helgi var Bessastaðastúdent og háskólakandídat.
Halldór Jónsson, prófastur í Glaumbæ og á Hofi í Vopna-
firði, var konungkjörinn 1845—1851. Hann þótti frá upphafi
frjálslyndastur og þjóSlegastur hinna konungkjörnu á þingi.
Þó tók fyrst steininn úr, þegar hann einn konungkjörinna gekk
í lið með stjórnfrelsismönnum á þjóðfundinum. Var það ærin
ástæða til þess, að hann var ekki framar kvaddur af konungi
til þingsetu. Samt átti hann afturkvæmt á þing, en þá þjóð-
kjörinn, og segir frekar af honum þá. Hann var stúdent úr
heimaskóla Gunnlaugs Oddsens dómkirkjuprests (eins og Jón