Skírnir - 01.01.1966, Side 213
Skírnir Prestar á Alþingi. 1845—1945 211
Sigurðsson forseti) og guðfræðingur frá Kaupmannahafnar-
háskóla.
Pétur Pétursson prestaskólastjóri og biskup (frá 1866) var
konungkjörinn þingmaður 1849—1885, eða lengst allra. Hann
var í einu orði sagt hinn mætasti maður, lærdómsmaður
mikill og rómaður áhugamaður um kirkjrunál, menntamál og
fleira, sem til góðs mátti horfa. Hann var Bessastaðastúdent,
kandidat, licentíatus og doktor frá Kaupmannahafnarháskóla.
Ritstörf hans eru mikil og margvísleg; m. a. gaf hann út þjóð-
blað, Lanztíðindi, árin 1849—1851. Framan af var hann
frjálslyndur og hlynntur stjórnfrelsi; var hann þá sérlega
handgenginn bróður sínum, Brynjólfi skrifstofustjóra í stjóm-
arráðinu. En er hann tók að færast upp eftir embættisstiganum
og stjómin fór að sýna honum merki um hylli, gerðist hann
svo stjómhollur, að leitun mun á öðm eins. Þessu verður
varla betur lýst en með orðum Sveins Skúlasonar: „Prófessor
Pétur Pétursson er einhver hinn bezti og merkasti þing-
maður. Ræður hans eru hinar áheyrilegustu, röddin fögur
og stórmannleg og hugsunarsambandið ljóst og framburður-
inn skýr og greinilegur. Það er hinn mesti skaði, að hann,
sem er í sjálfum sér hinn þjóðlyndasti maður, skuli stundum
draga sig i hlé eða jafnvel spyma á móti þvi sem þjóðlegt
er.“7) Þessi ummæli em frá 1859, þegar Pétur var á miðjum
aldri. En til er einnig yngri lýsing, frá 1885, og er hún
þannig: „Hann hefur verið inn mesti atgervismaður til sálar
og líkama og hraustmenni mikið. Hann er manna ljúfastur
í viðmóti og stillilegur. Hann er mjög vel máli farinn, en er
nú orðinn veiklaður í róm og skjálfraddaður.“8)
Ólafur Pálsson dómkirkjuprestur í Reykjavík og síðast
prestur á Melstað, hlaut konungkjör í stað Helga biskups, og
sat hann á þingi 1867—1871 og 1875. Hann var Bessastaða-
stúdent og háskólakandídat. Á háskólaárum sínum var hann
alúðarvinur Jóns Sigurðssonar. Engu að síður var hann óhvik-
ull stjómarliði á þingi þau árin, sem öldurnar risu hæst í
stjórnarmálinu, 1869 og 1871. Verður seint úr því skorið,
hvort þá mátti sín meira húsbóndahollusta eða eigin sann-
færing.