Skírnir - 01.01.1966, Page 214
212
Bergsteinn Jónsson
Skimir
Sigurður MelstéS, eftirmaður Péturs biskups sem forstöðu-
maður Prestaskólans, var varamaður sr. Ölafs Pálssonar 1873.
Konungkjörinn aðalþingmaður var hann á þingunum 1881 og
1883. Um 1885 varð hann blindur, svo að hann fékk lausn
frá embætti, og þá hvarf hann að sjálfsögðu einnig af þingi.
Sigurður var Bessastaðastúdent og háskólakandídat. Hann
varð kennari við Prestaskólann við stofnun hans, en tók aldrei
vígslu. Að sögn samtíðarmanna var hann einstakur hæg-
lætismaður og geðprýðisljós. Hann lenti samt í harðri rimmu
við kaþólsku prestana í Landakoti um trúfræðileg efni. Á
Alþingi var hann eins og stjórnin gat bezt á kosið. Þess má
að lokum geta, að kona Sigurðar var Ástríður, dóttir Helga
biskups, æskuunnusta Gísla Brynjólfssonar, dósents í Kaup-
mannahöfn.
Hallgrímur Sveinsson, dómkirkjuprestur og síðar biskup,
tók við sæti Sigurðar og sat þingin 1885 og 1886. Enn var
hann konungkjörinn þingmaður 1893—1903, enda virðast
biskuparnir hafa verið taldir sjálfsagðir til konungkjörs fram
að heimastjórn. Hallgrímur þótti frjálslyndur og öðrum
konungkjörnum fulltrúum óháðari. T. d. greiddi hann hinni
endurskoðuðu stjórnarskrá Benedikts Sveinssonar atkvæði í
efri deild á þingunum 1885 og 1886. Þótti það vel af sér
vikið, enda kvaddi stjórnin hann ekki til þingsetu næsta kjör-
tímabil. Bárust honum þá áskoranir um að taka kosningu í
einhverju kjördæmi. Um Hallgrím segir í palladómum Fjall-
konunnar: Hallgrímur Sveinsson „er fremur lágur vexti, en
gildur og vel vaxinn, fríður sýnum og glaðlegur. .. Hann
er prýðilega vel máli farinn, enda talaði hann oft á þingi og
stundum lengi í senn.“9) Er hann kom aftur á þing, 1893,
var hann til muna stjórnhollari. — Hallgrimur var Reykja-
víkurstúdent og háskólaguðfræðingur. Hann var forseti sam-
einaðs þings 1897 og 1899.
Arnljótur Ólafsson prestur á Bægisá og Sauðanesi var kon-
ungkjörinn 1886—1891. Urðu það lokin á merkilegri og við-
burðaríkri þingsögu hans. Sætið fékk hann að sögn fyrir orð
Péturs biskups10), og hefur hann þá einkum notið þess,
hversu hatrammlega hann hafði snúizt gegn endurskoðun