Skírnir - 01.01.1966, Page 215
Skírnir
Prestar á Alþingi. 1845—1945
213
stjórnarskrárinnar 1885. Af sömu ástæðum var vonlítið um,
að hann héldi sínu fyrra sæti. Eftir sem áður var Arnljótur
gustmikill þingskörungur, en til muna áhrifaminni en meðan
hann var þjóðkjörinn og í neðri deild. Um Arnljót verður
frekar fjallað sem þjóðkjörinn þingmann Borgarfjarðarsýslu,
Norður-Múlasýslu og Eyjafjarðarsýslu.
Jón Andrésson Hjaltalín, skólastjóri á Möðruvöllum, var
konungkjörinn 1887—1897. Hann var Reykjavíkurstúdent og
prestaskólamaður, en tók aldrei vígslu eða gekk í þjónustu
kirkjunnar. Framan af ævi var hann eindreginn stjóm-
frelsismaður og aðdáandi Jóns Sigurðssonar; þá var hann
búsettur í Skotlandi. Með aldrinum varð hann íhaldssamari,
og á þingi var hann fyrst andstæðingur endurskoðunarinnar,
hallaðist síðan að miðluninni, og síðast var hann í flokki and-
stæðinga dr. Valtýs Guðmundssonar. Um hann segir svo í
palladómum Fjallkonunnar 1893: „Hann er meðalmaður á
hæð og þrekinn, svipmikill og gáfulegur í sjón. — Hann er
einna framgjamastur af hinum konungkjörnu þingmönnum
og mestur nýmælamaður. Hann talar líka alloft og er allvel
máli farinn. .. Hann er sjálfstæður maður og fastur við
skoðanir sínar og frjálslyndur í mörgum greinum.1111)
Þorkell Bjarnason prestur á Reynivöllum í Kjós var konung-
kjörinn 1893—1899. Áður meir hafði hann eitt kjörtímabil
verið þingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu, en síðan fallið,
trúlega vegna andstöðu við endurskoðunina. Hann fékk þó
hjá flestum gott eftirmæli sem þingmaður. Síðustu þingin
var hann Valtýingur. Sr. Þorkell var Reykjavikurstúdent og
prestaskólamaður.
Eiríkur Briem prestaskólakennari var konungkjörinn 1901—
1915, en tíu árum áður hafði hann verið þingmaður Hún-
vetninga. Eiríkur var annálaður fyrir gætni í fjármálum og
var mikill talsmaður ráðdeildar í meðferð landsfjár. Viður-
kenndur gáfumaður var hann, þrátt fyrir háðuleg ummæli
Einars Benediktssonar í aðra átt, sem fleyg urðu. En Eiríkur
tók jafnan lítinn þátt í umræðum á þingi, enda málstirður
og daufur ræðumaður. Hins vegar þótti hann drjúgvirkur í
nefndum. Það tímabil, sem hér ræðir um, var hann í Heima-