Skírnir - 01.01.1966, Page 216
214
Bergsteinn Jónsson
Skírnir
stjórnarflokki. Þingin 1901—1907 var hann forseti sameinaðs
þings. Hann var Reykjavíkurstúdent og prestaskólakandídat,
og af þeim sökum (þ. e. að hann var ekki háskólakandídat)
varð hann hvorki forstöðumaður Prestaskólans né starfandi
prófessor, þegar Háskóli Islands var stofnaður.
Björn Þorláksson, prestur á Dvergasteini við Seyðisfjörð,
varð síðastur presta kvaddur af konungi til Alþingis, 1912—
1915. Áður hafði hann setið tvö þing sem fulltrúi Seyðis-
fjarðar. Helztu áhugamál hans á þingi voru bindindi og bann.
Hann var í Sjálfstæðisflokki. Sr. Bjöm var Reykjavíkurstúdent
og prestaskólakandídat.
Landskjörnir þingmenn
voru á Alþingi 1916—1945. Alls urðu þeir 56 á þessu tíma-
bili, 20 fyrir 1934, en 36 síðan þá; þar af voru einungis 3
guðfræðingar, allir eftir 1934.
Sigurður Einarsson fréttamaður, síðar dósent í guðfræði
og loks prestur í Holti undir Eyjafjöllum, var landskjörinn
þingmaður Alþýðuflokksins 1934—1937. Hann er eins og
kunnugt er, afburðamælskumaður og að auki skáld gott.
Reykjavíkurstúdent var hann og guðfræðingur frá Háskóla
Islands.
Þorsteinn Briem, ráðherra og prófastur á Akranesi, var
landskjörinn þingmaður Bændaflokksins 1934—1937, en síðan
þjóðkjörinn þingmaður (Dalasýslu) eitt kjörtímabil. öll ár
sín á þingi var hann leiðtogi Bændaflokksins þar. Hann var
Reykjavíkurstúdent og prestaskólamaður.
Sigfús Sigurhjartarson, ritstjóri og kennari, var landskjörinn
þingmaður Sósíalistaflokksins á sumarþinginu 1942, en síðan
þingmaður fyrir Reykjavík næstu tvö kjörtímabil. Hann var
Reykjavíkurstúdent og guðfræðingur frá Háskóla fslands, en
tók aldrei vígslu. Sigfús var mikill mælskumaður, og auk
stjórnmála lét hann bindindismál mjög til sín taka. Þá var
hann um skeið bæjarfulltrúi í Reykjavík.