Skírnir - 01.01.1966, Page 217
Sldrnir
Prestar á Alþingi. 1845—1945
215
Þá verður vikið að kjördæmunum, hverju um sig.
Gullbringu- og Kjósarsýsla
var emmenningskjördæmi 1845—1873, tvímenningskjördæmi
1875—1931, en síðan einmenningskjördæmi, þegar Hafnar-
fjörður hafði verið gerður sérstakt kjördæmi. Þaðan komu
alls 17 fulltrúar þetta tímabil, þar af 7 guðfræðingar.
Jens Sigurðsson, skólakennari og síðar rektor, var 1. þjóð-
fundarfulltrúi kjördæmisins. Hann var Bessastaðastúdent og
cand. theol. frá Kaupmannahafnarháskóla. Þrívegis var honum
veitt brauð, en hann afsalaði sér þeim jafnharðan og tók
aldrei vígslu. Ekki getur annarra stjómmálaafskipta þessa
einkabróður Jóns Sigurðssonar en þjóðfundarsetunnar.
Næsti guðfræðingur, sem til þings fór fyrir kjördæmið,
var Helgi Hálfdanarson, varaþingmaður 1863. Helgi var þá
prestur í Görðum á Álftanesi, en síðast var hann lektor Presta-
skólans. Hann var Reykjavíkurstúdent og guðfræðingur frá
Kaupmannahöfn. Kunnastur var hann fyrir sálmaskáldskap,
og þó einkum sálmaþýðingar; þá voru barnaspumingar hans
lengi notaðar við fermingarundirbúning. Helgi var tengda-
sonur Tómasar Sæmundssonar og faðir Jóns biskups. Nokkrum
árum síðar var hann þingmaður Vestmannaeyja eitt kjör-
tímabil.
Árin 1869—1894 varð annar Garðaprestur, eftirmaður sr.
Helga þar, þingmaður kjördæmisins: Þórarinn BöSvarsson
prófastur, einn þingmaður 1869—1873, 2. þingmaður 1875—
1879, en síðan 1. þingmaður. Þórarinn var lengi einn af
höfuðskörungum þingsins, einarður og kappsamur og hikaði
ekki við að fylgja sannfæringu sinni, þótt hann tefldi vin-
sældum sínum og kjörfylgi þann veg í tvísýnu. Á ráðgjafar-
þingunum var hann oddviti svo nefndra miðlunarmanna,
þ. e. þeirra sem fóru bil beggja milli Jóns Sigurðssonar og
hinna konungkjörnu; þó stóð hann öllu nær hinum síðar-
nefndu. Honum hefur verið eignað fmmkvæðið að samstöðu
þingsins, sem náðist um varatillöguna 1873. Á löggjafarþing-
unum var sr. Þórarinn einn ötulasti talsmaður stéttar sinnar
í kjara- og hagsmunamálum. Hlaut hann þá margt ámælið