Skírnir - 01.01.1966, Blaðsíða 218
216
Bergsteinn Jónsson
Skírnir
frá sparsemdarmönnum. Alþýðumenntun bar hann mjög fyrir
brjósti, og hann stofnaði Flensborgarskólann af eigin efnum,
sem að vísu voru ærin á þeirra tíma mælikvarða. — 1 Fjall-
konunni 1885 er eftirfarandi lýsing á Þórarni: Hann „er hár
maður vexti og herðibreiður, þrekinn og beinvaxinn, svartur
á hár, fríður sýnum og vel eygður. Sópar mjög að honum,
og er svipurinn einkar höfðinglegur. .. Síra Þórarinn er
gáfumaður, en um fram allt má telja hann manna hyggnastan.
Mælskumaður er hann enginn, og hugsar þó og talar ljóst
og skipulega, en framburðurinn er ekki sem heppilegastur;
rómurinn er heldur lágur og framburðurinn ber allt of mikinn
keim frá prestskapnum.“12) — Sr. Þórarinn var einn af fyrstu
stúdentum Reykjavíkurskólans síðari, og einn af fyrstu kandí-
dötum Prestaskólans.
Þorkell Bjarnason, prestur á Reynivöllum í Kjós, var 2.
þingmaður 1881-—1885. Síðar var hann um skeið konung-
kjörinn, og er því áður frá honum sagt. Honum er þannig
lýst í Fjallkonunni eftir þing 1885: Hann „er vart meðal-
maður á hæð, en þreklega vaxinn, dökkur á hár og skegg . . .
Hann lætur sér meira umhugað um almennings hagi en
flestir aðrir þingmenn; hann fylgir mjög fram menntamálum
alþýðu og beitir öllum kröftum sínum á þingi mjög að öllu,
er lýtur að því að efla atvinnuvegi landsins eða bæta þá,
en er inn sparneytnasti þingmaður á landsfé og móti launa-
viðbótum og hálaunum embættismanna."13) Ekki hrukku
þessir ágætu eiginleikar sr. Þorkeli til endurkjörs, andstaða
hans gegn endurskoðuninni og héraðsriki sr. Þórarins varð
honum að falli í kosningunum 1886.
Jens Pálsson, prófastur í Görðum, var hinn þriðji — og
síðastur — Garðapresta, sem sýslungarnir kusu til þings. Var
hann 2. þingmaður kjördæmisins 1909—1912, er hann dó.
Fyrir aldamót hafði hann um skeið verið þingmaður fyrir
Dalasýslu. Árið 1909 var hann kosinn sem frumvarpsand-
stæðingur, enda í Sjálfstæðisflokki. Sr. Jens var harðsnúinn
málafylgjumaður. Hann var Reykjavikurstúdent og presta-
skólakandídat.
Kristinn Daníelsson, prestur á tJtskálum, varð bæði pró-