Skírnir - 01.01.1966, Page 219
Skírnir
Prestar á Alþingi. 1845—1945
217
fastur og alþingismaður sýslu sinnar eftir sr. Jens. Var hann
2. þingmaður 1913—1919; forseti sameinaðs þings var hann
1914—1917. Áður hafði hann verið þingmaður Vestur-lsa-
fjarðarsýslu. Hann var í Sjálfstæðisflokki (þversum). Sr.
Kristinn var Reykjavíkurstúdent og prestaskólamaður. Á efri
árum var hann framarlega í sveit íslenzkra spíritista.
Hafnarf jörður
var einmenningskjördæmi 1931—1945. Þaðan komu þá 2
þingmenn báðir með háskólaprófi, en hvorugur guðfræðingur
(læknir og verkfræðingur).
Reykjavík
var einmenningskjördæmi 1845—1903; tvímenningskjördæmi
1905—1920; 1920—1934 voru þingmenn þaðan 4; 1934—
1942 voru þeir 6; frá hausti 1942 (til 1959) voru þeir 8.
Upphaflega var Reykjavik fámennasta kjördæmið, næst Vest-
mannaeyjum. Alls urðu þingmenn Reykjavíkur 34 á þessu
timabili, og þar af voru 4 guðfræðingar. Er þá að sjálfsögðu
ekki með talinn Sveinbjörn Egilsson, skólakennari á Ressa-
stöðum, síðar rektor i Reykjavik, en hann kusu Reykvíkingar
fyrstan þingmann sinn. Eins og áður segir, afsagði Sveinbjörn
að taka við kosningu, enda kom hann aldrei á þing.
Varamaður Sveinbjarnar var annar Álftnesingur, Árni
Helgason, stiftprófastur í Görðum. Var hann fulltrúi Reykja-
víkur fyrsta kjörtímabilið, 1845—1849. Hann var aldurs-
forseti þeirra þinga, enda elztur allra, sem á Alþingi hafa
setið, fæddur 1777. Árin 1814—1825 hafði hann verið dóm-
kirkjuprestur í Reykjavík, og bjó hann þau árin í Rreiðholti.
Hann var stúdent frá Reykjavíkurskólanum fyrri (Hólavallar-
skóla) og guðfræðingur og málfræðingur frá háskólanum í
Kaupmannahöfn. Sr. Árni var alúðarvinur málfræðingsins
Rasks og einn af frumkvöðlum Rókmenntafélagsins. Hann
hélt lengi heimaskóla og brautskráði fjölda stúdenta. Rétt til
að brautskrá stúdenta höfðu annars háskólakandídatar, og
notuðu sér það allmargir. Var Árni meðal hinna síðustu, sem
það gerði.