Skírnir - 01.01.1966, Side 220
218
Bergsteinn Jónsson
Skírnir
Jakob GuSmundsson, nývígður prestur til Kálfatjamar, var
2. þjóðfundarfulltrúi Reykjavíkur 1851. Hafði hann staðið
framarlega í undirbúningi áhugamanna undir fundinn, enda
búsettur í Reykjavík um skeið að námi loknu. Löngu síðar
var hann þingmaður Dalamanna. Hann var Reykjavíkur-
stúdent og kandídat úr Prestaskólanum, prófhæstur hinna
fyrstu, sem þaðan brautskráðust.
Magnús Jónsson, dósent og síðar prófessor í guðfræði við
Háskóla Islands, var þingmaður Reykjavíkur 1921—1946.
Árið 1942 var hann um hríð ráðherra. Hann var Reykjavíkur-
stúdent og einn í síðasta hópnum, sem prófi luku frá Presta-
skólanum. Mun hann síðastur allra, sem brautskráðust frá
þeirri virðulegu menntastofnun, hafa átt sæti á Alþingi. Náms-
maður mun hann hafa verið mikill, var t. d. annar tveggja,
sem ágætiseinkunn fengu frá Prestaskólanum. — Upphaflega
mun Magnús hafa verið kosinn utan flokka, en um þær mund-
ir voru gömlu stjórnmálaflokkarnir í upplausn, en nýir flokkar
að leita sér fótfestu. Síðan var Magnús i svo nefndum Borgara-
flokki, sem síðar kallaðist um skeið Ihaldsflokkur. Frá 1929
kallast sá flokkur Sjálfstæðisflokkur, og var Magnús einn
af stofnendum hans. Magnús Jónsson var sérlega glæsilegur
og fjölhæfur gáfumaður, kom víða við og lagði á margt gjörva
hönd. Var hann t. d. afkastamikill rithöfundur og skrifaði
um hin margvíslegustu efni; einnig fékkst hann við að mála
myndir. Hann var með víðförlustu Islendingum um sína
daga.
Sigfús Sigurhjartarson ristjóri, sem verið hafði 1. land-
kjörinn þingmaður Sósíalistaflokksins á sumarþinginu 1942,
var þingmaður Reykvíkinga frá hausti 1942 til haustsins 1949.
Er hans áður getið meðal landskjörinna þingmanna.
Borgarfjarðarsýsla
var einmenningskjördæmi allt þetta tímabil. Þaðan komu
12 þingmenn, þar af 4 guðfræðingar.
Hannes Stephensen, prófastur í Görðum á Akranesi (hann
bjó á Ytrahólmi), var þingmaður sýslunnar frá 1845 til dauða-
dags, 1855, 1. þjóðfundarmaður 1851. Sr. Hannes var einn