Skírnir - 01.01.1966, Síða 221
Skírnir
Prestar á Alþingi. 1845—1945
219
aðsópsmesti skörungur fyrstu þinganna og fremstur í flokki
stjórnarbótarmanna. Síðasta þingið sem hann sat, 1855, var
hann forseti. Hannes var Bessastaðamaður og háskóla-
kandídat.
Sveinbjörn Hallgrímsson, fyrsti ritstjóri Þjóðólfs, áður og
enn síðar aðstoðarprestur, síðast prestur i Glæsibæ, var 2.
þjóðfundarfulltrúi Borgarfjarðarsýslu. Hvorki fyrr né síðar
kom hann á þing, enda gerðist hann afhuga stjórnmálum, að
því er virðist. Hann var Bessastaðastúdent.
Arnljótur Ólafsson var próflaus menntamaður, sem lifði
á ritstörfum og ýmiss konar ígripavinnu, þegar Borgfirðingar
kusu hann þingmann sinn 1858. Var hann fulltrúi þeirra tvö
kjörtimabil eða 1859—1867. Á þeim tíma, eða 1863, vann
hann sér það til góðs kvonfangs að taka próf frá Prestaskól-
anum, en það var skilyrði sr. Þorsteins Pálssonar fyrir því,
að hann gæfi Arnljóti Hólmfríði dóttur sina. Arnljótur kom
fullorðinn í Reykjavíkurskóla, og þar varð honum það á að
lenda fremstur í flokki pereatsinanna 1850.14) Að loknu
stúdentsprófi, sem hann fékk að taka um síðir fyrir náð,
fór hann til háskólanáms í Kaupmannahöfn, lagði hann þar
einkum stund á hagfræði, en lauk engu prófi. Hann mun
fyrstur manna — og um langa hríð einn allra — hafa lokið
embættisprófi, meðan hann sat á Alþingi. Hann gerðist þegar
umsvifamikill á þingi, ákafur niðurskurðarmaður í fjárkláða-
málinu, og síðar, einkum 1865 og 1867, harður andmælandi
Jóns Sigurðssonar í stjórnar- og fjárhagsmálinu. Mun sá
málflutningur öðru fremur hafa kostað Arnljót þingsætið
að því sinni og síðan áratugs eyðimerkurgöngu utan þings;
en þangað leitaði hugur hans stöðugt. — Frá þinginu 1859,
fyrsta þingi Arnljóts, er til lýsing á honum og þingmennsku
hans, og segir þar m. a.: „ ... Arnljótur var eflaust hinn
bezti og fjölhæfasti af hinum nýju þingmönnum .. . Hann
hugsar allt, sem hann talar, vel og skipulega, og það svo, að
fáir eða engir þingmenn gera það betur, og verða því ræður
hans oft mjög sannfærandi. Hann er kaldlyndur maður í
aðra röndina og hefur því mjög góða stjórn yfir geði sínu og
því manna bezt laginn til að svara þeim, sem heitir eru og