Skírnir - 01.01.1966, Page 222
220
Bergsteinn Jónsson
Skírnir
ákaflyndir, því að hann beitir þá kaldri fyndni og glettum,
sem þeir eiga bágast við að horfa.“ 15)
Þórhallur Bjarnarson, lektor og síðar biskup, var þingmað-
ur Borgfirðinga 1894—1899 og aftur 1902—1907. Hann var
mikill áhugamaður um búnaðarmál og lét þau ekki síður til
sin taka en kirkju- og trúmál. Skrifaði hann margt um þau
efni í blöð og tímarit. Fyrir aldamót stóð hann nærri dr. Valtý,
en síðara þingskeið sitt var hann í Heimastjórnarflokki. For-
seti neðri deildar var hann 1897 og 1899. Hann var Reykja-
víkurstúdent og háskólakandídat. Þess má geta, að hann var
sonur sr. Bjarnar Flalldórssonar þjóðfundarmanns, faðir
Tryggva forsætisráðherra og tengdafaðir Ásgeirs Ásgeirssonar
forseta. Má því segja, að sú fjölskylda hafi lengi verið viðriðin
hvort tveggja, sem hér er rætt um: guðfræði og stjómmál.
Mýrasýsla
var einmenningskjördæmi alla öldina, og voru þingmenn
þaðan 13; þar af voru 3 guðfræðingar, sem allir voru einhvern
tíma prófastar.
Árni Jónsson, prestur á Borg á Mýrum, síðar prófastur á
Skútustöðum og síðast prestur á Hólmum í Reyðarfirði, var
þingmaður Mýrasýslu 1886—1891. Var hann kosinn 1886
sem fylgismaður endurskoðunarinnar. Eftir aldamót var hann
um skeið þingmaður Norður-Þingeyjarsýslu. Hann var Reykja-
víkurstúdent og prestaskólamaður. Geta má þess, að sr. Árni
var eldri bróðir Sigurðar ráðherra í Yztafelli. Um hann
segir svo, m. a., í palladómum Fjallkonunnar: Ámi Jónsson
„er vel máli farinn, en rómurinn nokkuð óskýr. Hann talar af
mikilli tilfinningu um þau mál, er hann hefur áhuga á.
Hann er framfaramaður, frjálslyndur, hreinskilinn og ein-
arður.“16)
Benedikt Kristjánsson uppgjafarprestur, áður lengi þing-
maður Þingeyinga, lauk merkum þingferli sínum sem þing-
maður Mýrasýslu 1893. Áður hafði hann verið þingmaður
fyrir Þingeyjarsýslur (sjá þar).
Magnús Andrésson, prestur og um skeið prófastur á Gils-
bakka, var þingmaður sýslunnar 1901—1907 og aftur 1911—