Skírnir - 01.01.1966, Page 224
222
Bergsteirm Jónsson
Skírnir
sem sálusorgari Stykkishólmsbúa, var þingmaður Snæfellinga
1909—1911 og 1914—1915. Fyrir aldamót hafði hann verið
þingmaður Suður-Múlasýslu (sjá þar). Árið 1909 kom sr.
Sigurður á þing sem frumvarpsandstæðingur, enda í Sjálf-
stæðisflokki. Hafði hann þá unnið sér það til frægðar að
fella einn helzta forystumann Heimastjórnarmanna, Lárus
H. Bjarnason.
Dalasýsla
var einmenningskjördæmi allan tímann. Voru þingmenn
þaðan alls 13, þar af 5 prestar.
GuSmundur Einarsson, prestur á Kvennabrekku, síðar á
Breiðabólstað á Skógarströnd, var 1. þjóðfundarmaður Dala-
sýslu. Síðan var hann þingmaður kjördæmisins 1853—1857 og
aftur 1869—1881. — Á ráðgjafarþingunum var sr. Guð-
mundur yfirleitt í hópi stjórnarbótarmanna, en 1871 og 1873
snerist hann í lið með sr. Þórarni Böðvarssyni og félögum
hans. Ekki stóð Guðmundur samt út af eins nærri hinum
konungkjörnu og Þórarinn. — Á löggjafarþingunum þótti
Guðmundur íhaldssamur. Helzta hugðarmál hans var land-
búnaðurinn, sem hann skrifaði talsvert um í blöð. Var hann
og rómaður búhöldur. Sr. Guðmundur var tengdasonur sr.
Ólafs Sívertsens í Flatey og því mágur sr. Eiríks Ó. Kúlds.
Þá var hann og tengdafaðir Skúla Thoroddsens alþingis-
manns. Hann var Bessastaðastúdent.
Jakob GuSmundsson, eftirmaður sr. Guðmundar á Kvenna-
hrekku (hann bjó á Sauðafelli), varð einnig eftirmaður hans
sem þingmaður Dalasýslu, 1883—1889 (dó 1890). Eins og
fyrr segir, hafði hann verið þjóðfundarfulltrúi Reykjavíkur
1851. Þótt roskinn væri, þegar hann kom öðru sinni á þing,
var hann yfirleitt frjálslyndur, t. d. var hann eindreginn
endurskoðunarmaður í stjórnarskrármálinu. Um sr. Jakob
segir m. a. svo í palladómum Fjallkonunnar: Hann „er meðal-
maður á vöxt, svarthærður og svartskeggjaður, en farinn að
hærast, enda orðinn ellilegur. . . Hann er mælskumaður
mikill, en röddin ekki áheyrileg. Frjálslyndur virðist hann
vera í ýmsum greinum .. ,“19)