Skírnir - 01.01.1966, Side 225
Skírnir
Prestar á Alþingi. 1845—1945
223
Jens Pálsson, þá prestur á tJtskálum, en síðar í Görðum á
Álftanesi, erfði þingsæti sr. Jakobs í Dölum og hélt því 1891—
1899. Hann var kosinn sem andstæðingur miðlunarinnar
svo kölluðu. Síðustu þing þessa tímabils var hann einn ákaf-
asti fylgismaður dr. Valtýs. Áratug síðar átti sr. Jens aftur-
kvæmt á þing, þá fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu (sjá þar).
Jón Guðnason, prestur á Kvennabrekku, síðar Prestbakka í
Hrútafirði og síðast skjalavörður í Reykjavík, var þingmaður
Dalamanna árið 1927. Var hann í Framsóknarflokki. Sr. Jón
er kunnastur fyrir ættfræðirannsóknir. Hann er Reykjavíkur-
stúdent og guðfræðingur frá Háskóla Islands.
Þorsteinn Briem ráðherra, síðast prófastur á Akranesi, var
þingmaður Dalasýslu 1937—1942, en áður hafði hann verið
landskjörinn eitt kjörtímabil (sjá þar).
BarSastrandarsýsla
var alla öldina einmenningskjördæmi. Þaðan komu aðeins
11 þingmenn, þar af 5 prestar. Sátu prestar þessir á þingi í
56 ár af 101, sem hér um ræðir.
Ólafur E. Johnsen, prestur og síðar prófastur á Stað á
Reykjanesi, frændi og mágur Jóns Sigurðssonar, var 2. þjóð-
fundarfulltrúi sýslunnar. Hann var þá brennandi af áhuga
á stjórnmálum og manna herskáastur í afstöðunni til stjórnar-
innar. Samt varð þetta eina þingför hans. Sr. Ólafur var
stúdent úr heimaskóla sr Árna Helgasonar og guðfræðingur
frá Kaupmannahöfn.
Ólafur Sivertsen, prófastur í Flatey, sá gagnmerki félags-
og menningarmálafrömuður, var þingmaður Barðastrandar-
sýslu 1853—1857. Hann var þá roskinn og heilsuveill, en
skipaði engu að síður sæti sitt með prýði. Hann var stúdent
úr heimaskóla Páls Hjálmarssonar, fyrrum Hólarektors, og
alla sína embættistíð prestur í Flatey.
Benedikt ÞórSarson prestur á Brjánslæk, síðar í Selárdal,
var varaþingmaður sr. Ólafs Sívertsens næsta kjörtímabil,
1859—1863. Sat sr. Benedikt öll þingin, en sr. Ólafur dó vorið
1860. „Benedikt prestur Þórðarson talar lítið og leggur ekki
mikið til málanna, og ræður hans nokkuð sérstaklegar; góð-