Skírnir - 01.01.1966, Side 227
Skírnir
Prestar á Alþingi. 1845—1945
225
leiS með öðrum stjórnarandstæðingum. Um hann segir svo í
margnefndum palladómum Fjallkonunnar, m. a.: „Sigurður
Jensson er stuttur og hnellinn og mjög rekinn saman um
herðarnar; talar lítið og stirðlega, og eigi bólaði á neinum
þeim hæfileikum hjá honum, sem góðir þingmenn þurfa að
hafa.“22) Átta árum síðar hefur svo sama hlað þetta um
hann að segja: „Hann talar sjaldan og ekki heldur lengi í
senn. Hann er sannfæringarfastur maður og lætur varla
leiðast af öðrum, gætinn og samvizkusamur.“23). Sigurður
var bróðursonur Jóns Sigurðssonar forseta, sonur Jens rektors.
Hann var Reykjavíkurstúdent og prestaskólamaður, en auk
þess stundaði hann framhaldsnám í guðfræði við Kaupmanna-
hafnarháskóla.
ísafjarðarsýsla
var einmenningskjördæmi 1845—1873. Árin 1875—1902 var
hún tvímenningskjördæmi, en frá 1903, skiptist hún í tvö
einmenningskjördæmi, og 1905 bættist það þriðja við. Þann
tíma, sem sýslan (og kaupstaðurinn) var eitt kjördæmi, komu
þaðan 9 þingmenn, þar af 3 prestar.
Lárus Mikael Johnsen, prófastur í Holti í Önundarfirði,
var 2. þjóðfundarmaður. Hann var tengdasonur Þorvalds
Sívertsens bónda og alþingismanns í Hrappsey, en ekkja sr.
Lárusar var síðar kona Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara.
Meðan Lárus var vestra var hann náinn samstarfsmaður
þingmannsins, Jóns Sigurðssonar.24) Hann var Bessastaða-
stúdent.
Stefán Stephensen, prófastur í Holti í önundarfirði, síðar
i Vatnsfirði, var 2. þingmaður fyrsta kjörtímabil löggjafar-
þingsins, 1875—1879. Það þing er varla hægt að segja, að
örlað hafi á flokkaskiptingu á Alþingi. Sr. Stefán var Reykja-
víkurstúdent, pereatsmaður; hann hóf málfræðinám við há-
skólann í Kaupmannahöfn, en lauk prófi frá Prestaskólanum.
Stefán var ötull fjáraflamaður.
Sigurður Stefánsson i Vigur, prestur í Ögurþingum, var 1.
þingmaður ísafjarðarsýslu 1886—1891, 2. þingmaður 1893,
1. þingmaður 1894—1899 og 2. þingmaður 1902. Enn lengri
15